Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 98
98
ekki verið hér, sem fallið hefði saman, þegar viðirnir fúnuðu; þess
hefði þá sézt einhver merki. Eg veit og með vissu, að í hauginn
hefir verið grafið nú ekki alls fyrir löngu, enn hætt við; þau kenni-
merki vóru ljós, þegar eg kom að honum1. Síðan fór eg inn að
Örlygsstöðuui; bœrinn stendr skamt upp frá botninum á Alfta-
firði að vestanverðu, fyrir innan Vaðilshöfða. þ>að hefði verið svo
leikanda fyrir Arnkel goða að komast heim að Bólstað, án þess
þeir Snorri hefði orðið varir við, er þeir kómu inn eftir ísnum, því-
að þaðan sést ekki, þótt farið sé út eftir fyrir ofan höfðann ; hitt
hefði og getað tekizt að senda heim eftir mönnum Arnkels, hefði
þrælarnir rekið vel erindið ; þvíað ekki er lengra frá Orlygsstöð-
um út að Bólstað enn svo, að eg held, að maðr geti hlaupið það á
hjarni á vetrardag á minna enn V4 stundar. þaðan fór eg inn á
skriðuna Cieirvör; hún er að vestanverðu nokkuru utar enn á móti
Kársstöðum, enn allskamt er þar á milli; af skriðunni ber Ulfars-
fellsháls við loft, til að sjá. Alt stendr þetta svo vel heima við
Eyrbyggja sögu, að ekki þarf margt um að tala; þegar Glæsir
(griðungrinn) hljóp af túninu á Kársstöðum, hefir hann hlaupið yfir
ána, og upp á Geirvör, og þaðan út með hlíðinni, og hefir þá orð-
ið fyrir honum Grlæsiskelda, sem er fyrir neðan bœinn Hellu, þar
í mýrinni; keldan er foræðisfen.
Upp frá Alftafirði er sléttlendi mikið, og er dalbotninn sem
hálfkringlóttr fyrir; er víða fallegt frammi í firðinum. Síðan fór eg
aftr út að Bólstað, og þaðan út á Bægifótshöíða. Úlfarsfell er mik-
ið og hátt klettafell að framan ; það gengr alt fram að Alftafirði;
er sæbrött hlíð með sjónum undir klettunum. Bægifótshöfði er lít-
ill höfði fyrir innan Úlfarsfell, skamt út frá Bólstað ; hann er enn
í dag kallaðr Bœgifótshöfði, eða stundum þórólfshöfði; gengr hann
alt fram í fjöruna, og er með standklettum í kring að framan,
hæstr í miðjunni., hér um bil 9— 10 álna hár; að ofan er sem lítill
háls fram á höfðann. Fyrir ofan Úlfarsfell, þar sem það fer að
lækka, er Úlfarsfellsháls, sem enn heitir svo. A honum er vatn
og slœgjur þar í kring; þetta er því eins og sagan segir bls. 33 ;
vegrinn liggr þar yfir, þegar farið er hið efra ; bœrinn Úlfarsfell
stendr austanvert við hálsinn. þórsárdalr gengr fram fyrir vestan
Úlfarsfell. Vestan undir fellinu í litlum hvammi hefir bœrinn
Hvammr staðið, þar sem þ>órólfr bægifótr bjó; þar er nú stekkr-
inn frá Hrísum. þ>egar hér er komið sögunni, verð eg að fara
nokkurum orðum um þau kennimerki, sem enn sjást, viðkomandi
aftrgöngu jpórólfs bægifóts: þ*egar þ>órólfr var dauðr, var honum
1) I sumar, 1882, hafa þeir brœðrnir Ólafr og Daníel Thorlaciusar, sem
vóru með mér, þegar eg rannsakaði Arnkelshaug, grafið þverskurð í gegnum
hauginn og lengra niðr, þvíað þá var klakalaust, og fundu þeir hin sömu
kennimerki og áðr, meira af beinum og ryðstykkjum, enn ekki annað.