Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 99
99
ekið upp í fórsárdal og dysjaðr þar „rammliga“ (bls. 60). Enn svo
tók f>órólfr að ganga aftr, og með þeim kynjum sem segir (bls. 61),
sótti hann þá mest að húsfreyju í Hvammi, og svo fór, að hún lézt
af þeim sökum. Var hún fœrð upp i þórsárdal og dysjuð hjá þ>ór-
ólfi. þessu gékk allan vetrinn ; kærðu menn þessi vandræði fyrir
Arnkeli goða, enn hvar sem hann var staddr, varð ekki mein að
þórólfi. þegar voraði og þela leysti úr jörðu (bls. 63), fór Arnkell
við marga menn til dysjar þórólfs, brutu hana upp, og var hann
þá enn ófúinn; óku þeir honum á sleða inn yfir Ulfarsfellsháls, og
ætluðu að fœra hann inn á Vaðilshöfða, enn yxninir œrðust, eða
þeir réðu ekki við þá, og fóru fyrir ofan garð að Úlfarsfelli, og út
með hlíðinni, og þar til sjóvar ; varð þá fyrir þeim höfðinn ; dys-
juðu þeir hann þar „ok heitir þar síðan Bægifótshöfði. Lét Arn-
kell síðan leggja garð um þveran höfðann fyrir ofan dysina, svá
hávan, at eigi komst yfir nema fugl fljúgandi, ok sér enn pess merki;
lá fórólfr þar kyrr alla stund, meðan Arnkell lifði“ (bl. 63). Nú
var ekki enn búið með þórólf; eftir að Arnkell var látinn, tók
hann enn að ganga aftr, og var þá ekki betri enn áðr (bl. 114), þá
fór til þ>óroddr úr Alftafirði og fékk sér menn, fóru út á Bægifóts-
höfða til dysjar þ>órólfs, brutu hana upp, „var hann þá enn ófúinn,
ok hinn tröllsligsti at sjá, blár sem hel ok digr sem naut“. f>eir
veltu honum upp úr dysinni, og ofan fyrir höfðann, og brendu hann
þar til ösku í fjörunni, „ok var þat lengi, at ekki orkaði eldr á
þ>órólf“ (bls. 115). þ>að sem hér er merkilegt við, erþað, að öll þau
kennimerki, sem hér eru talin við þessa aftrgöngusögu, sjást enn í
dag: „j>ÓrÓlfsdys“ frammi í þ>órsárdal framarlega, að vestanverðu
við f Órsá. Hún er með stórri laut ofan i, og því sem upp rifin dys
vallgróin1. Á Bægifótshöfða hugði eg vel að öllu. Mig undraði
reyndar er eg sá þau kennimerki, er eg í þessu efni ekki hafði svo
stranglega búizt við. Frammi á höfðanum er alveg sem upprifin grjót-
dys, nokkuð stórir hnöttóttir steinar mosavaxnir, og fornlegir að sjá,
sem liggja þar í kring, sem þeim væri kastað frá dysinni. Má þó
ætla, að nokkuð sé niðr sokkið, þvíað þar er nokkur jarðvegr. Fyrir
garðinum yfir höfðann sést enn, sé vel að gætt, bæði að ofan og
einkannlega öðrum megin2. Eg vildi gjarna hafa grafið hér til
frekari reynslu, enn vantaði til þess bæði mannafla og verkfœri. Eg
vona nú, að enginn taki orð mín þannig, að eg vilji leita við að
sanna, að þórólfr bægifótr hafi verulega gengið aftr, heldr vildi eg
1) Eg fór reyndar ekki þar fram eftir að dysinni, enn A. Ó. Thorlacius
hefir sagt mér um hana, sem þar þekkir allra manna bezt til, sbr. og
Safn til s. Islands II 295. það er engin ástœða til að halda, að þetta
sé stakkgarðr, þar sem það er enn í dag kallað »þórólfsdys«, og þegar það
er víst, að hann var dysjaðr frammi í þórsárdal.
2) Sbr. Á. Ó. Thorlacius, Safn til s. ísl. II 282.