Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Side 100
IOO sýna fram á hitt, að trúin á aftrgöngu fórólfs er ekki neinn seinni tíma tilbúningr, yngri enn viðburðir sögunnar, heldr mun hún vera þeim jafngömul og samvaxin. Eg fyrir mitt leyti hafði helzt hald- ið um þess konar í sögum vorum, að slíkt myndi hafa myndazt í alþýðutrúnni, meðan sagan geymdist í manna minni, áðr enn hún varð fœrð í letr; enn eftir þeim skirteinum, sem hér fyrir liggja, fyrst orðum sögunnar og svo þeim kennimerkjum, sem eru henni samkvæm, og sem enn sjást, þá verðr ekki annað séð, enn að Arn- kell goði, ásamt öðrum, hafi trúað því, að f>órólfr faðir hans gengi verulega aftr. Er þetta merkilegt dœmi um hina sterku trú forn- manna á aftrgöngur, þar sem hér liggja svo skýr rök fyrir, og þess vegna hefi eg tekið þetta hér fram.— Síðan fór eg út að Hrísum, kom þar um nóttina, og var þar til morguns. Föstudaginn, 24.júní, fór eg ofan að Saurum ; þessi bœr kemr nú reyndar ekkert Eyrb. s. við, enn eg þurfti að athuga þar rauðablástrstótt, sem Dr. Hjaltalín hafði sagt mér frá; hann hefir og fundið þar digran járnbút, og stórkostlega járntöng, hvort- tveggja mjög fornlegt; hefir hann lofað að gefa þetta forngripa- safninu. Tótt þessi er fyrir norðan túnið á Saurum nær Saura- vatni; síðast hafa verið gerðar úr henni kvíar, sem nú eru af lagð- ar, enn áðr hafði verið bygt þar fjárhús úr hinni upprunalegu tótt, sem merki sjást enn til. þ>etta sagði mér fólkið þar á heimilinu. Eg kannaði þessi tóttabrot og fann, að þar var alt fult af gjalli og viðarkolaösku, bæði inni í rústunum og í veggjunum; mun því þannig farið, að það hefir mokazt upp í veggina með annari mold. Töngin fanst þó ekki hér, heldr suðr í túninu, þar í þúfu milli tveggja fjárhúsa. Mér var sýndr staðrinn; sá eg, hvar hún hafði verið grafin upp1. þ>essi kennimerki í sambandi við járnið og töngina er góðr fundr, til að sýna járngerð hér í fyrri daga. í Sauralandi er enn töluvert af skógi, fyrir austan, norðan og vestan vatnið. Frá Saurum fór eg ofan að Gruflunausti við Vigrafjörð; það er nú kallað Sauranaust, enn rétt hjá naustinu rennr lœkr í fjörðinn, sem heitir Gruflulœkr; hann kemr ofan úr Sauravatni; þetta er í j>ing'skálanesi forna, Eyrb. s. bls. 84, sem nú er kallað Sauranes. Frá bardaganum á Vigrafirði er sagt svo rétt og vel í Eyrb. s., að eg get ekki lýst því betr; sögunnar orð eru bezt. 1) Nú hefir landfógeti A. Thorsteinson, formaðr fornleifafélagsins, af- hent þessa hluti forngripasafninu úr dánarbúi Dr. Hjaltalíns. Smiðjutöng- in er á lengd 2ð þuml. og digr að því skapi; hefir þó verið nokkuð lengri, þar hún er mjög ryðbrunnin ; töngin vegr 4 pund 49 kvint. Járnbútrinn vegr 5 pund 15 kvint; hann er á annan veg 5£ þuml., enn á hinn frá 4—5J þuml. Járn þetta er eftir fyrstu bræðslu eða hreinsun úr jörðinni, og hefir átt að fara að slá það eða drepa, þvíað inn frá röndinni gengr hvast meit- ilsfar, þannig að það er nær klofið 1 sundr. þessi klofi nær um 4 þuml. inn, að ofan er hann og nær 2 þuml. á vídd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.