Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1882, Síða 106
Skýring.
Á 20. bls. hér að framan er tilfœrð vísa úr Velleklu Einars
skálaglamms. fessa vísu á að minni hyggju að skrifa þannig:
Flótta gekk til fréttar
felle-Njörðr á velle ;
draugr gat dólga Ságo
dagráð Heðens váða.
Ok haldboðe Hildar
hrægamma sá ramma ;
tein- vilde þá týna
Týr hlauts fjorve Gauta.
Eg hefi skrifað felle-Njörðr, og svo virðast öll handrit hafa,
nema Fagrskinnuhdr.; þar stendr felle-Týr (Fagrsk. Chria 1847,
bls. 40lg), sem eflaust er miðr rétt; því að Týr er haft í kenningu
síðar í visunni. Sömuleiðis hefi eg ritað pá í 7. vísuorði samkvæmt
Frísbók (og Jöfraskinnu ?), en í Kringlu og Fagrsk. hefir staðið sá,
og er það komið hér inn úr 6. visuorði. 7. og 8. vísuorð eru ber-
sýnilega afbökuð í handritunum. fau hafa:
Týr vilde sá (Frísb. pá) týna
teinlautar Qor Gauta.
Hér er hendingalaust í 7. vísuorði og týna látið stjórna accusatwus.
Eg hefi þvi skift um Týr og tein, til þess að ráða bót á hendinga-
leysinu og breytt fjer í fjerve og um leið skrifað hlauts fyrir lautar
(Frísbók hefir hlaular), bæði til þess að samstöfur yrði eigi of
margar og vegna sambandsins. þ>essi afbökun tveggja hinna síð-
ustu vísuorða hygg eg hafi orðið á þessa leið: tein hefir dregizt
að hlauts, vegna þess að þau orð á að taka saman, og við það
hafa orðið skifti á tein og Týr. Að þessum skiftum hefir það og
stutt, að í vísu þeirri úr Velleklu, sem virðist hafa komið næst á
eftir þessari, stendr hjerlautar; samanburðr við þetta orð hefir
valdið þvi, að menn hafa ætlað, að Einar hafi hér og kveðið tein-
lautar. En þá var vísuorðið orðið of langt, og varð að breyta
fjerve í fjer.
Vísuna tek eg þannig saman:
Felle-Njörðr flótta1 gekk til fréttar á velle ; draugr dólga
Ságo2 gat dagráð3 Heðens váða4. Ok haldboðe Hildar5 sá ramma
hrægamma6; teinhlauts Týr7 vilde þá týna fjorve Gauta.