Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 3
3 réttara, einkannlega af þeirri ástœðu, að þar eru betri hagar, og þar í kring hinir fyrstu og beztu, þegar af heiðinni kemr ofan i dalinn, og þar hafa þeir því áð; þar sem ms. segir bl. 95: „ok fara siðan leið sína“ eftir það þeir höfðu etið dagverðinn, er ekki, sýnist mér, fullkomlega eins rétt og i mns. fessi orð standa þar ekki, enn þar á móti segir: „ok fara at sofa siðan“ og í báðum sögunum segir, að þ>orgrímr hafi komið að þeim sofandi. Ekki hafa þeir fyrst áð og etið dagverðinn, haldið svo áfram, og farið síðan að sofa, og þannig áð tvisvar í þessum dal, enda eru bæði þessi Aust- mannaföll svo ofarlega í dalnum, að þetta getr varla átt sér stað; að öðru leiti segja báðar sögurnar eins frá þessu. Helgi son Hrólfs úr Gnúpufelli kom út síðar í Eyjafirði að vitja frænda sinna og var þar þá albygt. J>á vildi hann fara utan aftr, enn varð aftrreka í Súgandafjörð, og var með Hallvarði súganda um vetrinn, „enn um várit fór hann at leita sér bústaðar; hann fann fjörð einn ok hitti þar skutil í fiœðarmáli; þat kallaði hann Skutils- fjörð; þar bygði hann síðan“. Landnámabók Kh. 1843,'bl. 148- Mánudaginn, 10. júlí, skoðaði eg Goðhól, sem ákveðið var að rannsaka til hlítar, þar sem eg var hér á ferð hvort sem var, og er hans getið í Árbók Fornleifafélagsins 1880—1881. Hanserhvergi getið í sögum, einungis eru um hann munnmælasögur. Goðhóil stendr vestan til á ofanverðri Flatej'ri, er þar fallegt og vfðsýni; að ofan er hóllinn þakinn þykkum jarðvegi og allr grasi vaxinn, enn umhverfis alt í kring að neðan er hann allr blásinn líkt og jarð- torfa, sem er að blása upp. Langmest er hann þó blásinn í austr- endann. þ>ar er allr grassvörðrinn af upp undir há hól, og þannig meir enn fjórðungr hólsins eyddr, enn eftir sést smásandr, smá- möl og stórir veltisteinar (rullestene). í austrendann er hóilinn lang- hæstr, og þar er sem litill sléttr flötr nær kringlóttr, enn hallar þó lítið eitt austr af, sem eg hygg vera af því, að þar er blásið undan jarðtorfunni, og muni vera þannig sfgið niðr til endans; vestr frá þessum grasfleti hallar hólnum mjög og alt til vestrendans, og eins á báðar hliðar. Hóllinn er myndaðr af náttúrunni, og efni hans er smámöl, stœrri og minni veltisteinar og ægisandr, sem er nær eintómr að vestan og norðan, að því er séð verðr. Eg mældi hólinn eftir því sem grassvörðrinn nær, og er hann á lengd að of- an 81 fet, enn á breidd 69 fet; á hæð er hann, að þvi er eg gat næst komizt, 18—20 fet, þar sem hann er hæstr; í vestrendann er hóllinn all-lágr og umhverfis hann allan hefir verið gras, áðr enn hann tók að blása upp. f>að er auðséð á landslaginu þar í kring. Hvergi á hólnum gat eg séð nein mannaverk eða í jarðtorfunni umhverfis, nema austan til á hólnum, þar sem hann er hæstr. f>ar sem þessi slétti flötr er, þar eru sem lítt upphækkaðir barmar f kring og þó svo litlir, að þeir ekkert lfkjast veggjum, og hallar út

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.