Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 6
6
eru nálega í fullri stœrð. pessar myndii eru ágætlega góðar. J>ar
fékk eg og skfrnarfont, með fallegu lagi, úr eik með strikuðum
listum og skornum spjöldum með upphækkuðu letri, sem er þýzku-
blendingr; á einu spjaldinu stendr: séra Sveinn Símonarson. Hann
var faðir Brynjólfs biskups. Fleiri hluti fékk eg þar1; var eg í Holti
um nóttina.
1) Eg skal geta þess, þó það ekki beinlínis viðkomi því efni, sem
hér er um að rœða, að séra St. Stephensen, prófastr 1 Holti, sagði mér,
að þar skamt fyrir neðan túnið hefði nýlega fundizt efri skoltrinn af
rostungshaus; sýndi hann mér hausinn, sem hafði verið alveg heill þegar
hann fanst, með tveimur löngum tönnum að framan, og öllum hinum tönn-
unum heilum. þar eru ægisandar langan veg, alt niðr að sjó; þar fund-
ust og fleiri rostungsbein. Síðan fórum við ofan eftir og fundum staðinn
og höfðum með okkr reku; fundum við þá neðri skoltinn með öllum tönn-
um í; hafði hann svo vel geymzt í sandinum, að jafnvel hinn upprunalegi
beinalitr sýndist hafa haldið sér. Víðar hér á landi hafa Eundizt rostungs-
hausar og rostungstennr, og sýnir það, að rostungrinn hefir ekki verið
sjaldgæfr í fornöld, þó hann sé hér ekki nú. Vetrinn 1874 fanst suðr á
Eosmhvalanesi rostungshaus heill með tönnum; hann braut með ísum upp
úr vötnum úti á Skaga; sumir halda að þar hafi verið sjór áðr og erþar
að fyllast uppafsandi, sjá Víkverja 1874, 10. tölublað. þeir sem fundu
hausinn, brutu hann allan í sundr til að ná tönnunum, enn séra Sigurðr
prestr á Utskálum sendi forngripasafninu brotin. Rostungrinn hét til foma
»rosmhvalr«, og er Rosmhvalanes við hann kent. Vestr á Mýrum, nálægt
Ökram eða Hítamesi, hafa og oft fundizt rostungstennr; þaðan hefi eg
fengið 2, sem eg hefi smíðað úr tóbaksílát. Islenzkir annálar, Hafniæ
1847, bl. 136, segja: »1266, þá braut grœnlandsfar á Hýtarnesi; XII létust
þar«. Björn Jónsson frá Skarðsá talar um þetta í sfnum Grœnlands annál,
sjá Grönlands Historiske Mindesmærker, Kh. 1845, 3. b. bl. 48. Antiquitates
Americanæ, Hafniæ 1837, bl. 269—270 neðanm. er þetta tekið orðrétt
upp eftir Birni á Skarðsá: »merki eru enn til þess at skip Grænlendinga
brotnaði á Hítarnesi; þar heitir nú enn biskupsboði, því Grænlands bisk-
up átti skipið; þar heitir ok Líkatjöm við sjáfar—sandinn, sem líkin voru
þvegin, þeirra sem drukknuðu af knerrinum; hið þriðja merki ekki sízt, at
allt til þessa dags rekr þar upp nokkuð af þeim Grænlenzku tönnum
hvala og rostunga, sem þar þá niðr sukku, ok Grænlendingar flutt höfðu
út til sölu. þó furðanlegast, at prestrinn séra Nikulás Narfason, sem nú
enn býr á þessu Hítarnesi, eigi meir enn vel miðaldra maðr, hann segist
þær stundum fundið hafa með gömlu málrúnamerki rauðu; er þar af merkj-
andi, at Grænlands bændr hafa markat, því at tennr eru bæði misgóðar
ok misstórar; enn menn undra mest, at rauðr litr á markinu kann aldrei
úr blotna í sjó ok sandi svá lengi; enn þeir munu hafa þar við gjört, því
at soddan býsn tannanna hafa þeir neðst í skipinu haft, sem fyrir annan
botns þunga eða barlest; munu þeir kunnat hafa fleira lím upp at fúnd-
era enn seltjöru eina til skipa«. Ekki man eg að eg sæi þessi rauðu mál-
rúnamerki, sem Björn á Skarðsá talar um, á þeim tönnum sem eg fékk
af Mýrunum, enn vera má að búið hafi verið að skafa þau af áðr enn
þær komu í mínar hendr, þó þau annars hefðu enn verið við líði. Eg hefi
og heyrt munnmæla sögu um skipstrand fyrir Mýrunum og er það líklega
þe3si sama saga. Arni Thorsteinsson, landfógeti í Reykjavík, hefir og sagt
mér, að vestr í Breiðafirði, á svo kölluðu Máfahlíðar rifi, hafi fundizt rost-
ungstennr.