Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 13
13
hvað þær á Valseyri eru fornlegri enn flestar aðrar, af þvi að það
þing lagðist miklu fyrri af; geta þær því ekki annað verið enn
búðatóttir, að frátekinni þeirri kringlóttu, með því að báðar sögurn-
ar af Gísla Súrssyni ákveða skýrt, að á Valseyri var þingstaðr Dýr-
firðinga. Enn nú er eftir að gera sér grein fyrir, hvað þessi stóra
ferskeytta tótt hefir verið, sem er 44 fet á annan veg, en 42 á hinn;
hún hefir með engu móti getað verið búðartótt; aldrei hefí eg séð
neina þannig lagaða; eg er því sannfœrðr um, að hér er fundin
nokkurs konar Lögrétta eða samkomustaðr; mun enginn efi á þvi,
að menn munu hafa haft slíka samkomustaði á Vorþingunum áðr
enn alþingi var sett, jafnvel til að skipa lögum innan þings, og
gera ýmsar ákvarðanir1; lögrétta er beinlínis nefnd á Hegranes-
þingi í Grettissögu Kh. 1859 bls. 163; þar varsaman komið mikið
íjölmenni úr öllum héruðum; sátu menn þar lengi yfir málum og
gleði; Grettir spurði af þinginu, var honum forvitni á að koma þar
„ok tekr fornan búning heldr vándan, og kemr svá á þingit at
menn gengu frá lögréttu11. Eg hefði búizt við að finna einhver slík
kennimerki í fyrra á jpórsnessþingi, þar sem það er beinlinis tekið
fram, að þar var fjórðungsþing, og eg fann þar um 40 búðir, enn
þar sem þingið eða dómarnir hafa staðið, hafði verið bygt kot,
og stóðu þar ný fjárhús og kofar, sjá Arbók fornleifafélagsins 1882
bls. 103. Eg skal geta þess, að Dr. Kálund fann einungis þrjár
búðartóttir á Valseyri, að því er hann getr um, og þar að auki
brot af hinni fjórðu, og af einni sem hann telr efasama, enn hann
segir að þær séu mjög gamallegar að útliti; um það er eg honum
fullkomlega samdóma, að tóttirnar eru fornlegar2.
J>að má víst ætla, að Valseyrarþing hafi verið sótt af öllum
vestri hluta Vestfjarða, og að hér hafi verið vanalega þing fjöl-
ment; er það því mjög líklegt, að fjöldibúða sé eyðilagðr af stóru
skriðunni. |>ing Dýrfirðinga var eina þingið á Vestfjörðum annað
enn forskaQarðarþing. J>að var eðlilegt, að i Dýrafirði myndaðist
þing; þar vóru margir göfugir menn alt frá því fjörðrinn var num-
inn. Dýri, sem fjörðrinn er við kendr, er talinn „ágætr“ maðr, hans
son var Hrafn á Ketilseyri, Landn. s. bls. 143. þórðr Víkingsson, „eðr
son Haraldar konungs hárfagra11, var og landnámsmaðr, og bjó í Al-
viðru á hinni nyrðri strönd, hans son var J>orkell Alviðrukappi
1) Sbr. próf. Dr. Konrad Maurer: »Upphaf allsherjarríkis á íslandi
og stjórnarskipunar þess«. Eeykjavík 1882, bl. 152.
2) Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island ved P. E.
Kristian Kalund, Kjöbenhavn 1876, bl. 577: »Man ser her tre tydelige
bodtomter, 6—8 fv. lange, desuden en af skred til dels afbrudt, og en tvivl-
som—alle af et meget alderdomligt udseende, stáende pá tværs i næsset; dor
ses kun pá den storste tomt og har der været pá midten af langvæggen og
vendt imod lien«.