Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 15
15 hafi verið orsökin til að þingið hafi verið flutt út á þúngeyri, þeg- ar skriðan tók að falla yfir Valseyri, enn nær það hafi ver- ið verðr ekki sagt, enn svo mikið verðr séð af Gíslasögu Súrsson- ar um það, að ekkert bendir á, að þingið á hennar tíma hafi verið komið á þingeyri, þvi að þó eyrin sé þar nefnd þingeyri, og þann- ig kend við þing, þegar Vesteinn kom þar og fór síðast til Hauka- dals,— og víg hans varð um haustið 963,— þá skil eg það þannig, að það séu orð söguritarans, að eyrin er nefnd þar þnngeyri, og komi það af því, að þegar sagan var rituð var búið að flytja þang- að þingið, og þá hét hún Jnngeyri, enn ekki þegar Vesteinn kom þar, og f>orvaldr gneisti hafði þar bú, mns. bls. 20 og ms. bls. 103. 1 Dýrafirði eru einhver munnmæli um, að á Valseyri hafi verið höfð verzlun af útlendum, áðr en konungsverzlunin byijaði, og sumir hafa jafnvel haldið, að búðirnar væri frá þeim tfma. fað kann vel að vera að einhver kaupskapr kunni að hafa verið hafðr þar að sumrinu til á síðari timum, enn engar sannanir hefi eg séð fyrir þvf, því að það sem segir i Olaviusar ferðabók, bls. 15, um J>ýzka eða Hansastaðina, að verzlunin þá eigi að hafa ver- ið á Valseyri „skal Handelsstedet have staaet“,— annað segir hann ekki,—þá er þetta engin veruleg sönnun og varla annað en sömu munnmælin. Mér er það ekki kunnugt, hvort Hansastaðirnir höfðu hér alment nokkra fasta verzlun á vetrum, enn þó það hafi verið, þá er ekki líklegt, að þeir hefði valið til þess Valseyri, sem er svo innarlega í firðinum; þar fyllist lika oft með ishroða á vetrum, enn þar er hentugast að geta farið sjóveg. f>ó að Valseyri væri hentugr þingstaðr, sem ekki þurfti að sœkja nema svo sem einu sinni að vorinu til, þá var hún ekki fyrir það hentug fyrir fasta verzlun árið um kring; slíkt má sýna með rökum. Enn hvaó sem þessu líðr, og það er til tóttanna kemr, þá sýna kennimerki, að þær eru ekki seinni tíma verzlunarbúðir; þar hefði þá hlotið að vera stórkostleg verzlun, þar sem enn er eftir nær hálfr annar tugr búða hingað og þangað upp um eyrina, fyrir utan þær, sem brotnað hafa af að framan, og svo allar þær, er undir skriðunni kunna að vera, enn hún er víst altaf að smá aukast. petta hefði þá meir likzt bœjarþorpi. þar að auki eru þessar rústir hver ann- ari líkar að útliti, sem áðr er sagt, allar lágar og meira eða minna niðr soknar ; hér við bœtist, að varla verðr minna heimtað af neinum þeim er skoðar þetta og gefr sig við því, að segja nokk- urt álit um það, enn hann beri nokkurt skynbragð á að sjá, hvort maðr hefir hér fyrir sér tóttir frá 10. öld eða fyrri hluta 11. aldar, eða frá því um 1600. Mánudaginn 17. júlí var eg kyr á ffingeyri; því eg þurfti tíma til að gera dagbók mína.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.