Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 26
2Ó
Föstudaginn 21. júlí leitaði eg að }>orgrímshaug' á öllum
þeim stöðum, sem hann afstöðunnar vegna gat hafa verið, eða þar
sem mér þótti tiltœkilegt. Sögurnar tiltaka svæðið, sem síðar skal
sagt. Utan í holtinu háa upp undan brekkunni, þar sem knatt-
leikarnir vóru niðr frá á Seftjörninni, hafa sumir haldið að haugr-
inn hafi verið; það er þó ekki líklegt nema afstöðunnar vegna.
J>ar er brattr halli og jarðfastr steinn, stór og ólögulegr, og er
töluverðr grassvörðr upp með honum að vestanverðu; eg gróf hér
niðr rétt til reynslu, og fann þar því meira stórgrýti sem meira
var grafið; eg fékk því skjóta sannfœring um, að haugrinn hefir
hér aldrei verið. Litlu vestar í holtinu var og grasflesja nokkur;
eg prófaði og þar, enn fann engin kennimerki til haugsins. Niðr
á malarkampinum við innri enda tjarnarinnar var sem upphækkun
nokkur og sást á steina; hér lét eg og grafa, 15 fet á lengd
og 6 fet á breidd, og 5 fet á dýpt; hér var tómr ægisandr þegar
niðr kom, enn engin kennimerki að finna; annarstaðar var ekki til-
tök að leita, því alt fyrir innan Seftjörnina inn að Haukadalsárósn-
um og út með henni að ofan er ekki annað enn melr og holt.
Eg er því sannfœrðr um, að haugr þorgrims er gersamlega upp
blásinn, og þannig hefði farið með Vesteinshaug með tímanum, að
engin hefði sézt þar kennimerki.
þ»ar sem nú að haugrinn reyndist ekki á neinum þessum stað,
þá er svæðið miklu fremr tiltekið eftir orðum sögunnar. Ms. bl. 115;
„En eptir þat búaz þeir til haugsgerðar með líkit; leggja þeir þ>orgrím
í haug ok í skip; verpa þeir nú hauginn at fornum sið. Nú gengr
Gísli inn til óssins (Haukadalsáróss), ok tekr upp stein mikinn, nær
sem bjarg væri; hann gengr at skutstafninom, ok setr þar niðr stein-
inn, svá at nær þótti skipit hrökkva fyrir ok braka þótti í hverju
tré. Gísli tók í stafninn við, ok mælti: „Ekki kann ek skip at
festa, ef þetta tekr upp““, Mns. bl. 31 : „f>etta þiggja þeir ok fara
allir saman á Sæból, til haugsgjörðar, ok leggja þ>orgrím í skip. Nú
verpa þeir hauginn eptir fornum sið ; ok er búit er at lykja haug-
inn, pá geingr Gísli til óssins, ok tekr upp stein einn, svo mikinn
sem bjarg væri, ok leggr í skipit, svo at nær þótte hvert tré hrökkva
fyrir, enn brakaðe mjök í skipinu, ok mælti: „Eigi kann ek skip
atfesta, ef þetta tekr veðr upp““. Hút. bl. 150 er sem líkust mns.,
enn hefir gleymt at skrifa „óssins“. þ>að er svo víða að hún
gleymir úr orði. Af þessum stöðum er það auðsætt, að haugr
þ>orgríins var ekki langt frá ósnum. Nú kemr annar staðr, þegar
þeir höfðu leikana á Seftjörninni, og Gisli sezt niðr og gerir
að knatttrénu, og leit til haugsins og kvað visuna. Ms. bl. 117 :
„Nú sezt Gisli niðr, ok gerir at trénu því er þ>orsteinn hafði átt,
ok horfir á hauginn þorgríms, ok var snærr á landi annarstaðar, enn
í iltsuðr á hauginum —þar var snjólaust ok þítt sem á sumardag ;