Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 28
28
hverju tré; bátar vóru oft kallaðir skip í almennri merkingu, jafn-
vel þó þeir væri mjög litlir.
Laugardaginn 22. júlí snemma um morguninn gerði eg við
það, sem eg átti eftir óteiknað. þ»egar eg var búinn um miðjan
dag, fór eg upp í dalinn Haukadal, bæði til að kanna dalinn og
að sjá leifar af þeim bœjum, sem sagan talar um að þar hafi verið,
nefnil. Anmarkastaðir, Orrastaðir, Skammfótarmýri og Nef-
Staðir. Allir þessir bœir eru nú iöngu í eyði, og nafnið nú týnt
á flestum. Eg fór upp dalinn vestan meginn og hafði með mér
kunnugan og greindan mann. Að vestanverðu í dalnum nær miðj-
um og fyrir ofan mýrarnar, upp undir hlíðinni, sést greinilega fyrir
tóttum, og túngarði, einkannlega fyrir ofan túnið. Bœjarrústirnar,
sem mest ber á, eru ekki svo gamallegar, þannig að það er lík-
legt, að þar hafi verið bygt nokkuð fram eftir öldum; enn þar á
móti er önnur tótt fáa faðma fyrir ofan túngarðinn, sem auðsjáan-
lega er eldri. Rétt við tóttirnar, á þá hlið er upp í dalinn veit,
rennr gil, enn sem nærri verðr þurt þegar miklir þurkar ganga.
f>essar tóttir eru nú kallaðar „Koltur“. J»essi bœr held eg að sé
þeir fornu Anmarkastaðir. Ms. bl. 90, „Upp í dalinn langt bjó
sá maðr, er þ>orkell hét, ok kallaðr anmarki“ og bl. 116: „Kona er
nefnd Auðbjörg, erbjó í ofanverðum Haukadal á Anmarkastöðum“
o. s. fr. Eins er þetta í mns. bl. 32. f>að getr heitið í ofanverð-
um dal, það sem er vel upp í miðjum dal, einkannlega þegar mið-
að er frá höfuðbœjunum, sem stóðu niðrí dalsopinu. þ>etta styrk-
ist lika af þeirri munnmælasögu, sem eg heyrði í Haukadal, og
enn helzt þar við, nefnil., að hér hafi búið kerling sú, sem hleypti
skriðunni yfir bœ Bergs á Skammfótarmýri og hjú hans. þ>etta
er samkvæmt sögunni bl. 33 og bl. 118. Engar aðrar tóttir eru
þar til nálægt á þessu svæði.
Eg fór langt upp í dalinn og alt upp að litlum fossi, sem
þar er í ánni; er þar mjög fallegt, með grasbrekkum, og vaxið
víði og lyngi. Eg skal geta þess, að yfir þveran dalinn hefir ver-
ið hlaðinn garðr, sem er auðsjáanlega forn varnargarðr; hann er
heiman til í svonefndum Ártungum; garðrinn er þar í dalnum, sem
honum fer nokkuð að halla upp, og sést hann einkannlega glöggr
yfir tunguna milli árkvislanna. Á garðinum er mikið mannvirki,
og hefir hann verið hlaðinn úr torfi og stóru grjóti; er hann frá
10 til 12 feta þykkr á sumum stöðum, og frek 2 fet á hæð ; fyrir
ofan garðinn er bezta afrétti og beitarland. Mun garðrinn vera
fornmannaverk, og hefir verið hlaðinn upp í hlíðar báðu meginn,
því merki sjást þess, enn skriðurnar hafa þar eyðilagt hann að
mestu.
Nokkru ofar enn í miðjum Haukadal gengr lítill dalr út úr
til vestrs, sem liggr þó nokkuð hærra, og heitir Lambadalr; í