Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 29
2 9 brekkunum, sem liggja upp í dalinn, eru smá hjallar, og nú víða upp blásið; hér lftr út fyrir að hafi verið skógr, enda hafa hér fundizt birkihríslur fúnar í giljabörmum f tíð þeirra tnanna, sem nú eru í Haukadal. Hér er landslagið skógarlegast. og sfzt undir- orpið skriðum. Haukadalr er líka enn svo frjósamr, þó hann sé orðinn mjög eyðilagðr af skriðum hið efra, að líklegt er, að þar hafi sumstaðar verið þykkr skógr í fornöld, einkannlega upp í dalnum, Hér mun það hafa verið, sem sagan talar um, að Gfsli ók fjárhlut sfnum til skógar með þ>órði huglausa, þegar Börkr kom á Hól og leitaði eftir honum ; Gísli skaut þá til bana jþórodd og austmanninn úr skóginum; hér er sléttlendi upp með hlíðinni, og hefir vel mátt aka. f>etta getr og hafa verið norðr með hlíð- inni, með því þar hafi verið skógr, slfkt verðr ekki svo með vissu ákveðið. Ur Lambadal hefir Gísli farið upp á fjallið fyrir vestan Haukadal eða að húsabaki, eins og sögurnar segja um alla þessa atburði. Ms. bl. 121 —123, og mns. bl. 36—38. Ur Lambadal verðr komizt upp á fjallið, sem er mjög hátt, enn neðar úr dalnum ekki. Niðr úr Lambadal rennr lítil á eða gil; rétt þar fyrir ofan eru nú gamlar seltóttir frá Haukadal; hér hygg eg að Orras/að'ir hafi verið, enn nafnið er týnt, og seltóttirnar hafi verið bygðar ofan í þær fornu rústir; ofar f dalnum þeim meginn hefir ekki getað ver- ið býli, því þá tekr við brött hlíðin niðr að ánni; ms. bl. 117: „forgeirr hét maðr, ok var kallaðr Orri; hann bjó á Orrastöðum“. Eins er þetta í mns. bl. 33 og í Hút. bl. 152, enn ekki fremr til tekið, hvar bœrinn hafi verið. Fyrir austan ána, nokkru ofar í dalnum enn seltóttirnar, er stórt svæði mýrlent, sem nú er kallað Skamiufótarengi; eg hygg það vfst, að hér hafi verið Skammfótarmýn, þar sem þetta nafn hefir haldizt þar við; ofar í dalnum hefir Skammfótarmýri hvergi getað verið, hvorugu meginn; þar er engin mýri til. f>essi mýri, sem nú er kölluð Skammfótarengi, er bæði sérstök og er efst í dalnum af öllum mýrum að austanverðu, enn neðar í dalnum eru alstaðar samanhangandi mýraflákar beggja meginn árinnar, alt heim að bœjum. Hjá Skammfótarengi sést nú ekki nema gömul tótt, ofan til við mýrina í móunum við ána. Heiman til við mýrina er gömul skriða stór, sem fallið hefir niðr úr hlfðinni og myndar hrygg alt niðr að á; getr þessi skriða verið jarðfall það, sem sag- an talar um að sjáist fyrir, þegar hún var rituð, ms. bl. 118 og mns. bl. 32; er það víst, að þessi skriða hefir getað tekið af lítil- fjörlegan bœ. Enn það sem sýnist stríða á móti þessu er, að báð- ar sögurnar segja, að Skammfótarmýri hafi verið fyrir vestan á, ms. bl. 117: „Bergr hét maðr, ok var kallaðr skammfótr; hann bjó á Skammfótarmýri fyrir vestan ána“, eins er þetta í mns. bl. 33. Eg verð að álfta, að þetta sé ritvilla, sem komizt hefir inn f

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.