Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 30
30 handritin, og hér eigi því að standa austan fyrir vf.stan; eg hefi sýnt fram á það áðr, að slíkt kemr svo oft fyrir, jafnvel í vorum vönduðustu sögum; þetta sýnist og að vera meining sögunnar, þar sem það er sérstaklega tekið fram um Berg, að hann bjó fyrir vestan á, enn ekki um J>orgeir; það sýnir að hann bjó ekki sama meginn, heldr fyrir austan á, að minni meiningu, þar sem f>orgeir þá bjó að vestanverðu. þ>að er lítil ástœða til að ætla, eins og sumir hafa haldið, að Skammfótarmýri hafi verið rétt fyrir heiman Anmarkastaði að vestanverðu, þar sem nú eru kölluð Jarðföll, því þar sést ekki hið minsta fyrir að bœr hafi nokkurn tíma verið, og ekki glöggvari merki til jarðfalla enn í hinni skriðunni hjá .Skamm- fótarengi, sem eg áðr nefndi, enda er dalrinn allr fullr af skriðum beggja meginn, og hvergi neitt sérlega einkennilegt jarðfall fremr enn á öðrum stað. Enn þar sem nú nafnið Skammfótarengi helzt á þessari mýri, þá er næsta ólíklegt, að bœrinn Skammfótar- mýri hafi verið annarstaðar, nefnil. að Skammfótarengi væri ofan til i austanverðum dal, enn bœrinn Skammfótarmýri hefði verið neðan til í vestanverðum dal, því nóg engi er þar nálægt. Niðr undan þessum svokölluðu Jarðföllum fyrir heiman Anmarkastaði er engin sérstök mýri, og ekki einu sinni niðr við ána, enda ólík- legt, að bœir hafi verið svo þéttir hver við annan. Að Skamm- fótarmýri hafi verið þar, sem nú er kallað Skammfótarengi, sem áðr er sagt, styrkist og af A. M. 1805, (Johnsens Jarðatal bl. 192 neðanm.). þ>ar er bœjaröðin talin þannig, að byrjað er neðst vest- an til í dalnum og haldið svo áfram þeim meginn upp eftir, og svo niðr eftir dalnum að austan, og allir þeir 6 bœir, sem sagan nefnir, taldir í röð. Fyrst er Sœból, sem er neðst að vestan, svo Gíslahóll, svo Anmarkastaðir, svo Orrasfaóir, síðan sýnist vera farið austr yfir ána, og það af þeirri ástœðu, að ekki hafa getað verið fleiri bœir ofar í dalnum að vestan, eins og fyrr segir, og er þá talin Skammfótarmýri efst í dalnum, og þá Nefstaðir, sem eru neðst að austan. f>að er og ólíklegt, að 5 bœir hafi verið fyrir vestan á, enn einungis einn að austan. Eins og hér er talið, telr líka A. M. bœjaröðina 1710 (Kálund bl. 572), og þar er beinlínis tekið fram, að bœirnir sé eða hafi verið í þessari röð, og þetta er rétt. Enn þar segir, að Koltur heiti nú þar, sem Orrastaðir vóru, og að á öllum þessum eyðijörðum sjáist fyrir tóttum, nema á An- markastöðuro, þar hafi hlaupið stór skriða yfir, sem hafi hulið og eyðilagt bœinn og drepið fólkið. þ>etta getr ekki verið rétt, það er á móti orðum og efni sögunnar; það var Skammfótarmýri, bœr Bergs, sem skriðan hljóp yfir, enn á Anmarkastöðum bjó Auð- björg, systir þorgríms nefs og móðir J>orsteins; hún hleypti skrið- unni yfir bœ Bergs, eða er látin gera það, ms. bl. 116 og 118, mns. 32 og 33, og eins er það í Hút. Munnmælin, er eg fyrr

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.