Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 31
3i nefndi, eru og sögunni samkvæm. petta, sem hér að framan er sagt, verðr það eðlilegasta, bæði samkvæmt meiningu sögunnar og landslagi og kennimerkjum, er hér sjást. Hefi eg þá leitt nokkur rök að þessari lítilfjörlegu ritvillu. Nefstaðir, þar sem forgrímr nef bjó, eru að austanverðu neðst í dalnum. Ms. bl. ioi : „Maðr er nefndr þorgrímr nef; hann bjó á Nefstöðum fyrir innan ána“. Mns. bl. 18 hefir: „fyrir utan Haukadalsá“, það er rangt; sést þar fyrir lítilfjörlegu túni og nokkrum tóttum; túnið er 24 faðmar í þvermál; í miðju túninu er tótt nær þvf kringlótt, með ákaflega þykkum veggjum; dyrnar snúa til vestrs eða niðr að ánni; hún er 14—15 fet í þvermál, og lítr jafnvel út fyrir að vera hlaðin ofan í einhverjar eldri rústir, enda er lögunin ekki Hk því, að hún hafi verið nokkurt íbúðarhús. Norðan til í túngarðinum sést móta fyrir annari tótt, sem sýnist vera miklu eldri; hún er líkust fjárhúsi í lögun. Nefstaðir heita svo enn í dag, og eru fyrir austan Haukadalsá, nokkru ofar í dalnum enn Hóll, og nær því beint upp undan Sæbóli, svo sem lítilfjörlegan stekkjarveg. Haukadalsá rennr þar f nokkrum bug austr á við, þar til hún fellr í ósinn. Túngarðrinn á Nefstöðum er nær því ferskeyttr að lögun, og vfðast glöggr og alldigr; hann stendr rétt fram á árbakkann, svo hálf garðþyktin er brotin af. Sfðan fór eg aftr heim að Haukadal seint um kveldið. Sunnudaginn 23. júlí var eg enn kyrr í Haukadal og sat við allan daginn fram á kveld að gera dagbók mína. Áðr enn eg skilst við Haukadal, verð eg lítið eitt að minnast á landkaup porbjarnar súrs ; Gíslasaga segir, að hann keypti land af þorkeli Eirfkssyni, sem bjó á Sauruni í Keldudal; enn I.and- náma segir, að Vesteinn Vegeirsson hafi gefið f>orbirni súr hálfan Haukadal, enn getr ekki hins. Ms. bl. 90: „í Keldudal bjó sá maðr, er þorkell hét, ok var Eiríksson. þ>á var byggt vfðast á Vestfjörðum. f>orkell Eiríksson seldi þeim þorbirne land í Hauka- dal.—Byggt var áðr fyrir innan ána“ o.s.fr. Mns. bl. 8 : „011 lönd voro þá ónuminn á hvorretveggju strönd. Nú keypte f>orbjörn land á hinni syðri strönd, á Sæbóle, í Haukadal. f>ar gjörðe Gfsli bœ, ok búa þar síðan“. Hér segir það ekki beinlínis, að J>orbjörn keypti land af þ>orkeli, enn hitt segir áðr, að J’orkell kom fyrstr virðingarmanna til skips. Nú segir Landn. bl. 142: „Vesteinn. son Vegeirs, bróðir Vebjarnar Sygnakappa, nam land milli Hálsa í Dýrafirði ok bjó í Haukadal; hann átti þ>órhildi‘ Bjartmarsdóttur ; þeirra börn Vesteinn ok Auðr. f orbjörn súrr kom út at albygðu landi; honum gaf Vesteinn hálfan Haukadal“. f>að hlftr að vera ritvilla í mns. „ónumin“, sem ekki þarf að liggja f öðru. enn að 1) Ms. bl. 91 nefnir hana Gunnhildi; mns. bl. 8 hefir Hildr.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.