Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 34
34 forkell Alviðrukappi enn auðgi var son þeirra“. Alviðra er að norðanverðu við fjörðinn, litlu utar enn á móti Haukadal. Út á Skaga, nær yzt, gengr fram í sjóinn nes allmikið, sem nú heitir Hj'allatangi. þetta er auðsjáanlega hið forna Hjallanes; bœrinn Stapi stendr þar inn og upp frá ; nokkru utar í hlíðinni heitir enn í dag þúfa\ hún er dálítið fell eða uppmjó hæð, sem stendr neðar enn miðhlíðis; er hún nú höfð fyrir aðal fiskimið, því að á Skaga er veiðistöð1. Að þetta er Hjallanes, sést og af landnáminu að norðanverðu, Landn. bl. 145: „Ingjaldr Brúnason nam Ingjaldssand milli Hjallaness ok l)fœru“. Enn Skagi heitir út á milli Ingjalds- sands og Dýrafjarðar. Hið innra takmark af landnámi þ>órðar Víkingssonar er Jarðfallsgil, sem heitir svo enn í dag; það er mikið gil, sem gengr niðr úr hlíðinni íyrir innan Gemlufall (þann bœ hefi eg nefnt bl, 9 hér að framan). pórðr hefir því átt mikinn hlut af hinni nyrðri Strönd í Dýrafirði. Landn. segir bl. 145 neð- anmáls, að Dýri hafi gefið honum land. Eg hefi þá minzt á öll hin helztu landnám í Dýrafirði. Siðan skildi eg við Haukadal og fór inn að þfingeyri seint um kveldið, kom þar kl. 12. Mánudaginn 24. júlí var eg kyrr á þingeyri til að koma í lag dagbók minni, því eg átti margt enn ógert. þriðjudaginn 25. júlí mældi eg búðatóttirnar á þingeyri. Efsta og insta tóttin upp undan verzlunarstaðnum er litil og óglögg. Hún er 20 fet á lengd, og snýr út og inn; dyr hafa verið á gafl- inum, og eru þó óglöggar. Rétt þar fyrir neðan er önnur tótt, sem snýr eins; hún er með þykkum veggjum, og er 58 fet á lengd og 22 fet á breidd; hún er með útbyggingu við hliðvegginn, er snýr að fjallinu; dyr hafa verið á hliðarvegginum, er snýr að sjón- um, enn verða ekki frekar ákveðnar, því fleiri skörð erú í vegg- inn; innri partr tóttarinnar er allr hærri. Önnur tótt sýnist hafa verið hlaðin þvers um við efri endann á þessari tótt; millumveggr- inn er hinn sami fyrir báðar; dyrnar snúa að fjallinu, út úr endan- um. Rétt fyrir utan er önnur tótt, sem snýr út og inn; hún er 40 fet á lengd, og 21 fet á breidd; dyrnar eru eigi glöggvar, enn munu hafa verið á neðri hliðvegg, því innan i tóttina miðja hefir verið hlaðin önnur tótt, sem er auðsjáanlega yngri; lítil útbygging sýnist hafa verið við innra horn neðri hliðveggjar. þ>ar fyrir ofan er önnur tótt, sem snýr eins; hún er 39 fet á lengd og 19 fet á breidd. þessi tótt er lægri, og að því leyti óreglulegri, svo dyrn- ar sjást ekki glögt. Beint út undan er tótt\ hún er stœrri enn hin, snýr eins, og er 46 fet á lengd, og 23 fet á breidd; dyr sýnast hafa verið úr efra hliðvegg nær ytra horni. J>ar fyrir ofan kemr 1) Um Hjallatanga og púfu hefir Bunólfr Magnús Jónsson sagt mér.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.