Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 38
38 tíl, önnur er fyrir neðan Sandafellhjá J>ingeyri, og svo inn með firðinum. Hin er önnur, sem og má fara, fyrir ofan Sandafell, og upp hjá Söndum, inn Brekkudal og yfir Brekkuháls, og þá inn með firðinum. Eg held fremr, að það sé þessi leið, sem sagan meinar, og að hún sé kend við bœinn Sanda; það er eðlilegra að kalla það Sandaleið, fremr enn hina, sem liggr fjær Söndum. þ>egar Börkr kemr aftr sunnan úr þórsnesi, og ætlar að búa mál til á hendr Gísla, og er þeir kóinu til Sandaóss, þá vill f>or- kell Súrsson ríða fyrir og heimta skuld, er hann þóttist eiga á einum bœ, enn raunar var þó, að hann vill gera Gisla varan við, að Börkr er kominn. Mns. bls. 36 nefnir einungis „á einum bœ litlum“, enn ms. bl. 121 nefnir bœinn og segir : „á þeim bœ, er á Hóllllli heitir“. Alt er þetta rétt, bœr þessi heitir Hólar enn í dag, og stendr inn frá Meðaldal nær í landsuðr, enn nokkuð lengra upp frá sjónum Síðan fór eg aftr um kveldið inn að þúngeyri, og var þar um nóttina. Miðvikudaginn 26. júlí var stormr og rigning, og ekki gott á fjall að leggja; var eg kyrr á Jöngeyri, og hafði nóg að gera við dagbók mína. Fimtudaginn 27. júlí var veðr gott; þá fór eg á stað úr Dýrafirði alfarinn og suðr í Arnarfjörð; leiðin liggr þannig, að farið er yfir Brekkuháls og lengra upp Brekkudal og þá upp á heiðina, sem er brött og há að norðan, enn þegar upp er komið, hallar bráðum suðr af og ofan í dalinn, sem gengr upp frá Hrafnseyri; sá bœr stendr við Arnarfjörð að norðan og dregr nafn af Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem þar bjó, sem kunuugt er af sögu hans (Rafnseyri framb.). E)'ri er landnámsjörð; þar gerði fyrst bú An rauðfeldr, son Gríms loðinkinna úr Hrafnistu, og Helgu, dóttur Áns bogsveigis, Ln. bl. 140. Ánarimíli heitir enn í dag hár múli austnorðan upp undan bœnum; ekki er hann nefndr í sögum, enn múli þessi er eflaust kendr við Án rauðfeld; þetta sýnir meðal annars, hvað örnefni geta oftlengi haldizt við hér hjá alþýðu. Rétt fyrir ofan bœinn á Hrafnseyri er há og bröttbrekka; nær túnið upp fyrir hana; um þessa brekku er talað í Sturlunga s. VI. þ. 17. k. bl. 303, og Biskupas. I. bl. 667, þegar forvaldr í Vatns- firði gerði í annað sinn heimsókn að Hrafni. Fyrir sunnan bœinn stendr kirkjan; nokkru sunnar og austar í túninu er gömul kirkju- tótt; þetta mun vera kirkja sú, er var á Eyri í tíð Hrafns. Austr frá bœnum er kallaðr Hrafnsskáli; þar sést þó ekkert fyrir tótt nú, enn síðar hefir verið bygðr þar einhver kumbaldi, sem líkist nú kringlóttu tóttarbroti. Sturl. segir um bœ Hrafns á Eyri VI. þ. 4. k. bl. 280: „mörgum mönnum veitti Hrafn smíðar sínar, ok aldrei mat hann þær fjár. Bœ sinn á Eyri bygði hann vel, ok gerði þar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.