Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Síða 42
42
er farið upp á heiðina, sem kölluð er Dynjandisheiði; er hún á
milli Arnarfjarðar og (xcirjtjófsfjarðar. Á Dynjanda fékk eg mér
kunnugan mann, svo eg hafði tvo menn og tvo hesta ; um kveldið
lögðum við á heiðina; það er í fljótu máli sagt, að eg hefi aldrei
á æfi minni farið yfir jafnvonda heiði, og heitir hún bráðófœr með
hest að fara, þó maðr neyðist til þess. Upp á heiðina er ákaflega
hátt, og svo snarbratt, að hestarnir stóðu nær upp á endann; þegar
loksins upp kom, tók bráðum ekki betra við; þá eru holurðir og
stórgrýti, enn sumstaðar vóru fannir, og reyndum við að þræða
eftir þeim. Að norðanverðu er þó heiðin allra verst; þar sem hún
er hæst, heitir kjölur; hann er þó engan veginn hár hryggr, þvi
að ofan er heiðin flöt í heild sinni. Enginn er hér vegr, því ekki
er fjölfarið hér, enn þó sýndist mér á einstaka stað sem votta fyr-
ir, að til forna hafi hér verið einhver ruddr vegr. og það ekki svo
lítið mannvirki. Á leiðinni fengum við þokugúlp og rigningu.
f>annig klöngruðumst við áfram um nóttina með hestana ; ekki má
heiðin heita löng; eg held við höfum verið um fjóra tíma yfir
hana; niðr af heiðinni að sunnan er ekki bratt, enn þó vegr hinn
versti. þegar niðr dró í Geirþjófsfjarðarbotn, fór að koma smá-
skógr; vóru það mikil umskifti ásýndum. Niðr að Botni komum
við um miðja nótt; svo heitir sá eini bœr sem þar er; það er lítill
bœr; gerðum við fyrst vart við okkr, og lágum svo í heyhlöðu það
sem eftir var nætrinnar.
Mánudaginn 31. júlí var rigning framan af, enn batnaði um
hádegi og gerði sólskin og bezta veðr; fór eg þá að skoða mig
um, og notaði til þess það sem eftir var af deginum. Aldrei hefi
eg komið á neinn stað, sem mér var meiri forvitni á, enn Geir-
þjófsfjörð. Oft hafði eg gert mér hugmynd um, hvernig hér hag-
aði til á þessum útlegðarstað Gísla Súrssonar, þar sem sagan lýsir
svo nákvæmlega viðburðunum.
Geirþjófsfjörðr gengr inn af Arnarfirði, eins og sagan segir,
Mns. bls. 38; nær hann lengst inn allra Suðrfjarðanna, sem kallaðir
eru; skal þeirra síðar getið; íjörðrinn er langr enn ekki breiðr; inn-
an úr botni sér út eftir honum öllum og í fjöllin, sem eru að sunn-
anverðu við Arnarfjörð. Dalrinn inn frá firðinum er allbreiðr enn
ekki langr; er hann sem hálfkringlóttr fyrir; þar er mikið undir-
lendi ; allr dalrinn er yfir höfuð skógi vaxinn upp í botn og upp í
hlíðar beggja meginn, og mest alt undirlendið; einkannlega nær
skógrinn langt út með firðinum að sunnanverðu; þó sögðu mér
kunnugir menn, að skógrinn hefði verið miklu meiri áðr í Geirþjófs-
firði. Upp frá fjarðarbotninum er sléttlendi að norðanverðu við ána.
þ>ar stendr bœrinn Botn skamt upp frá sjónum; túnið er mest slétt.
Áin rennr í djúpum gljufrum upp frá ; þar kemr önnur á í hana, sem
heitir Austrá, og er hún líka með gljúfrum, og myndast tunga milli