Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 46
46 brött hæð, er lig'gr upp frá ánni, víða með klettum framan í. Fyrir sunnan kleifarnar rennr lœkr í djúpum farvegi, og ofan f ána, sem heitir Snorralœkr, sjá pl. III. mynd i. Kleifarnar eru hér sýndar eins og þær líta út frá fylgsninu. Hér gengr fram kletta- nef, með dálitlu standbergi að framan, svo hátt, að ekki verðr kom- izt upp, enn niðr frá því er bratt og lausagrjót; framan í bergið er skarð, eins og myndin sýnir, og er þar auðvelt að fara upp og ofan. Bóndinn í Botni sýndi mér, að hann hefði sprengt úr kletta- nefinu beggja meginn og rutt upp skarðið, til að geta komizt þar með heyband ofan ; hann sýndi mér og kennimerki þess, að skarðið eða glufan hefði ekki áðr verið breiðari enn svo sem 2 al., og þannig er það sýnt á myndinni. Á kleifunum ber hátt, og sér í svartleit börðin heiman frá bœnum, enn annað er skógi vaxið til að sjá; hér er því ekki um að villast, hvergi annarstaðar hagarhér þannig til. Að framan og sunnanverðu eru kleifarnar flatar að of- an, eða þetta klettanef, sem fram gengr; fremst er berg og þá stórar hellur. og þá smærri og smásteinar, sjá pl. II. mynd 2, kleifarnar að ofan; er sýndr syðri hlutinn milli glufunnar eða skarðsins og Snorralœkjar; hér hefir Gísli staðið, því hér var um að gera að verja, með því að upp má komast að sunnanverðu úr lœkjarfarvegnum á baka til við bergið; þó er það nokkuð tor- velt; hér var gott að standa og það bezta vígi, sem til er á kleif- unum ; alt er þetta því ljóst. Niðr frá kleifunum með ánni er hvammr, allr grasi vaxinn og með skógarrunnum, enn lítið eitt grjót í barðinu fyrir ofan, er að fjallinu veit. Eg leitaði að fylgsninu eftir sögunum og fann það eins og mér væri til vísað, líkt og Eyjólfr grá. þ>egar við eitt sinn gengum upp eftir hvamminum, varð mér litið til hœgri handar; sá eg þar sem ferskeytta laut inn á milli skógarrunna, upp við barðið; niðri í þessari laut var graslag öðruvísi, og sýndist mér þetta und- arlegt; skal eg síðar lýsa ransókninni á þessu, enn minnast nú á fylgsnið fyrir norðan ána. Eg spurði vandlega að öllum kennimerkjum í Geirþjófsfirði í skógunum, einkannlega kringum bœinn, hversu lítilfjörleg sem vera kynni. Upp u.ndir hlíðinni fyrir norðan ána, nokkru ofar enn beint upp undan Auðarbœ, var mér sýnt lítilfjörlegt mannvirki, sem sýndist vera; það er í stóru grashvolfi eða lægð, og framan í þúfna- barði, í nokkrum halla; þetta mannvirki var ferskeytt að lögun, og var djúp lægð ofan í það í miðju, vel alin, enn að utan og þó einkannlega að ofan var það jafnt og yfirborð jarðar, enn fyrir báðum kömpunum sást, og greinilega fyrir dyrunum, sem sneru of- an eftir að bœnum; þetta mannvirki var mjög lítið, að eins nokkur fet á hvern veg. Síðar skal eg lýsa ransókninni á þessu, enn eg verð fyrst að lýsa nokkuð Einhamri í sambandi við það, sem áðr er sagt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.