Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 52
52 154 ; Hút. bl. 156 og 174. Upp með ánni í gljúfrunum fann eg enga hellisskúta, sem hentugir hefði verið fyrir leyni ; það örugg- asta var, að hafa fylgsnin grafin í jörð ; hefði ekki þannig verið, og nokkur vegsummerki hefði sézt ofan jarðar, myndi fylgsnin hafa fundizt, svo oft sem sögurnar tala um, að Eyólfr grá leitaði að Gísla um skóga alla við marga menn, og fann ekkert. £>að mun því ekkert efamál, að hér eru fundin þau tvö fylgsni Gísla, i það minsta sem Ms. talar um. Frá ánni á móts við Auðarbœ og upp að fylgsninu eru 120 faðmar, og frá fylgsninu og upp á kleifarnar eru 28 faðmar ; af kleifunum og upp á Einhamar eru og 120 faðmar ; eg hefi táknað alla þessa leið með punktum, sem eðlilegast er, að Gisli hafi síð- ast farið, pl. II. mynd 1. Eg skal geta þess, að fylgsnið hefir orðið heldr langt frá kleifunum á myndinni, i hlutfalli við millibilið á hinum stöðunum. Kleifarnar eða þar, sem Gísli hefir staðið og varizt, eru þvert yfir 15 fet, pl. II. mynd 2. f>egar horft er á myndina þannig, að stafirnir undir snúa rétt fyrir, þá er uppgang- an eða skarðið til hœgri handar, enn Snorralœkr vinstra meginn. Nú skal eg þá að siðustu bera saman það, sem báðar sög- urnar segja um vig Gísla, við ransóknirnar eða það sem að fram- an er sagt, og þá sýna fram á, hvar hvor sagan fyrir sig kann að komast réttara eða nákvæmara að orði. Mns. bl. 67—71: „Nú er Gísli heima þat sumar, ok er nú kyrt. Síðan kemr sumarnótt síðasta. þ>á er þess getið, að Gísli mátte ekke sofa, ok ekke þeirra þriggja. Veðre var þann veg farit, at var á logn mikit—hélufall var ok mikit. þ>á kvezt Gísli vilja fara frá húsum ok til fylsniss síns, suðr undir kleifarnar, ok vita, ef hann mætte sofna. Nú fara þau öll, ok eru þær í kyrtl- um, ok draga kyrtlarnir döggslóðena. Gísli hafðe kefle ok reist á rúnar, ok falla niðr spænernir. fau koma til fylsnisins. Hann leggst niðr, ok vill vita, ef hann gæte sofit; enn þær vaka. Rennr á hann svefnhöfgi, ok dreymir hann, at fuglar kæmi í húsit, er læmingar heita; þeir eru meire enn rjúpkerar; ok létu illiliga, ok höfðu volkazt í roðru ok blóðe. þ>á spurðe Auðr, hvað hann hafðe dreymt — „Nú voro enn ekki svefnfarar góðar“. Gísli kvað vísu : Mér bar hljóm í heimi“, o. s. frv. Yfir ána hafa þau Gísli getað stað, nefnil. að Gísli hafi kastað öxinni í fossinn, því vegrinn er svo langr frá honum og upp á kleifarnar; enn þessi saga sýnir þó það, að menn hafa vitað, að kleifamar vóru við ána, og er það þá samkvæmt því, sem reynslan varð. Margar sögur eru til um Gísla, bæði í Arnarfirði og Dýra- firði, sem líkar eru munnmælasögum um Gretti Ásmundsson, sem víða eru til hér á landi, sem kunnugt er; Gísli Súrsson er þeirra fornaldarhetja þar vestra.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.