Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 54
54
segir. ]?að er því víst, að Helgi hefir ráðið þar til, samkvæmt því,
sem allar sögurnar segja, og því er það auðsætt, að Gísli hefir
staðið hér fyrir, þar sem mest reið á að verja. þar sem Eyólfr
eggjar einn mann að ráðast fyrstr upp að Gísla, enn hafði þó 15
frækna menn, þá bendir það á, að þessi uppganga var ekki fyrir
marga í senn, eða nær einstigi; þannig hagar og til. f>að mun
fylst og nákvæmast sem hér segir, að Helgi „skopar skeið“ til að
geta komizt upp í sem hörðustu atrensli. J>ar sem það er bein-
línis tekið fram í Mns., að Eyólfr hafi komizt upp annarstaðar, þá
kynni það að vera réttast, og þess vegna hefi eg farið eftir því á
myndinni, og þá var um engan annan stað að gera enn þenna, í
fljótu bragði.
„pá fara til tveir menn at halda þeim Auðe.. ., ok þikkjast þeir
hafa ærit at vinna. Nú sækja tólf at Gísla, ok komast upp á kleif-
arnar. Enn hann verr sik bæði með grjóte ok vopnum, svo at því
fylgðe mikil frægð. Nú hleypur at förunautr Eyólfs einn, ok mælti
til Gísla: „Legg þú af við mik vopnin þau hinu góðu, er
þú berr, ok allt saman ok Auðe konu þína“. Gísli svarar:
„Tak þú þá við ódeigliga ; því at hvorke samir, vopnin, þau er
ek hefe átt, né svo konan“. Sjá maðr leggr til Gísla með spjóte.
Enn Gísli höggr mót ok spjótit af skaptinu, ok verðr höggit svo
mikit, at öxin hljóp í helluna, ok brestr af hyrnan. Hann kastar
þá öxinni, enn grípur til sverðsins, ok vegr með því, enn hlífir sér
með skildinum. þeir sækja nú at röskliga ; enn hann verst vel
ok dreingiliga ; koma þeir nú hart saman. Gísli vo þá enn tvo
menn, ok eru nú fjórir látnir. Eyólfr bað þá sækja at sem karl-
mannligast.—„Fám vær hart af“ segir Eyólfr, „ok væri þat einsk-
iss vert, ef góð yrðe erfiðisslaunin11. Ok er minnst er vonin, vizt
Gísli við, ok hleypr upp á hamar pann, er heitir Einhamar, ok af
kleifunum ; þar snýst Gísli við ok verst. þetta kom peim at óvör-
um ; pikkir peim nú mjök óhœgjast sitt mál — mennirnir dauðir
fiórir, enn þeir sárer ok móðir. Yerðr nú hríld á atsókninni.
f>á eggjar Eyólfr menn sfna allfast, ok heitr þeim myklum fríð-
indum, ef þeir næðe Gísla. Eyólfr hafðe einvala lið með sér at
hreyste ok harðfeingi“.
f>egar þeir Eyólfr höfðu fundið fylgsnið, hefir verið farið að
lýsa um morguninn, svo að vígljóst hefir verið orðið ; hefði tungl-
skin verið, myndi þess getið, eins og fyr kemr fyrir í sögunni, svo
nákvæmlega sem hér er sagt frá; utan frá Otrardal er löng leið,
sem þeir hafa róið um nóttina, nær hálf þriðja vika sjáfar; þaðan
sést nær því inn í Geirþjófsfjarðarbotn. Fyrir einn mann var ó-
mögulegt að verja tólf, sem að sóttu, að komast upp á kleifarnar,
einkannlega vegna þess, að 30 fet eru á millum þeirra tveggja
uppgöngustaða, er beinast lágu við, sjá pl. II. mynd 2. Brekkan