Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 55
55 upp frá Snorralœk, að sunnanverðu við kleifarnar, er brött og vaxin smáskógi; það, sem á baka til sést á myndinni, er hæð langt upp frá, sem þannig ber við. J>ar sem segir að öxin hljóp í helluna, og að Gísli varði sig með grjóti, er mjög nákvæmt og rétt; kleifarnar ofan eru sem hellulagðar, og nóg smágrjót á milli, sjá myndina; enginn annar staðr þannig er hér tii í nánd; og ekki einu sinni uppi á sjálfum Einhamri. J>að var hið snjallasta ráð, sem Gísli gat tekið, að hlaupa af kleifunnm og upp á Ein- hamar, því þegar þeir Eyólfr vóru einu sinni komnir upp allir, var ómögulegt að verjast hér lengi, því þá mátti ganga að á allar hliðar nema eina ; þess vegna er það mjög rétt sagt, að þeim kom þetta að óvörum, og þótti mjög óhœgjast sitt mál; þeir hafa hugsað, að þeir mundu vinna Gísla hér, sem líklegt var. Hér hagar enn fremr svo nákvæmlega til á þessum stað, að sjá má, hvar Gísli hefir hlaupið af kleifunum og yfir Snorralœk. J>að þurfti að verða 1 fljótri svipan, að ekki yrði höggvið eða skotið eftir honum, enn niðr í lœkinn er djúpt og bratt beggja meginn á þessu svæði, og vont að fara, og vaxið hrísi, sem fyr segir ; tveir stórir steinar standa hér, sinn hvoru meginn við lœkinn f hallanum; þar er auðvelt að fara, og hér hefir Gísli hlaupið yfir. |>egar yfir loekinn kom, hefir Gísli, sem var kunnugr, þekt hvar greiðast var að fara um skóginn, og upp í hamarinn, enn þeim Eyólfi hefir Orðið meiri farartálmi, þar þeir vóru ókunnugri, enn skógrinn svo þykkr hér, að torvelt er að komast gegnum hann. f>að er því bæði fylst og allra réttast, sem Mns. segir, að nú hafi orðið hvfld á aðsókninni, með því hér var tvísýni á, hvort þeir mundu geta unnið Gísla, þar hann hafði fengið miklu öruggara vfgi enn áðr. þess vegna eggjar Eyólfr menn sína að nýju, og heitir þeim mikl- um frfðindum. Nú segir sagan enn : ,.Maðr er nefndr Sveinn, er fyrst réðst í móte Gfsla. Gísli höggr til hans, ok klýfr hann f herðar niðr, ok fleygir honum ofan fyrir hamarinn. Nú þikkjast þeir ekki vita, hvar staðar næmi manndráp þessa manns. Gfsli mælti þá til Eyólfs: „þat munda ek vilja, at þau þrjú hundruð silfrs, er þú hefir tekit til höfuðs mér, skaltu hafa dýrast keypt; ok þat munda ek vilja, at þú gæfir til þess önnur þrjú hundruð silfrs, at vit hefðum aldri fundizt, ok muntu taka svívirðing fyrir mannskaða“. Nú leita þeir sér ráðs, ok vilja ekki fyrir líf sitt frá hverfa. Sækja þeir nú at honum tveggja vegna, ok fylgja þeir Eyólfi fremstir, er annar heitir þórir, enn annar |>órðr, frændr Eyólfs ; þeir voro hinu mestu garpar ; ok er atsóknin þá bæðe hörð ok áköf, ok fá þeir nú komit á hann sárum nökkurum með spjótalögum ; enn hann verst með mikilli hreyste ok dreingskap ; ok fá þeir svo þungt af honum af grjóte ok stórum höggum, svo at eingi var ósárr, sá er at honum sótte; því at Gfsli var ekki

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.