Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 59
59 legi kunnugleiki, sem höfundr þess handrits, sem liggr til grund- vallar fyrir ms., hefir haft á staðnum, að hann skuli þekkja þessa sérstöku grœntó, sem er niðr frá Einhamri. Eg hafði ekki vinnu- afl til að gera hér neina tilraun til að leita dysjar Gísla, eða hinna, sem fallið höfðu, enda myndi það árangrslaust, þar sem ekkert er talað um hina ; það er og líklegt, að Auðr kona Gísla hafi komið því til leiðar, að hann fengi betri legstað, enn þar sem banamenn hans höfðu hulið hræ hans, einungis til að firra sig vftum sam- kvæmt lögum. Hút. er samkvæm mns. hvað efninu viðvíkr. Síðan gerði eg myndina af Einhamri, og lauk við uppdráttinn á Geirþjófsfirði; þá var kominn dagr að kveldi. Föstudaginn 4. ágúst var eg allan daginn til kvelds við að gera dagbók mína, því margt var að athuga í Geirþjófsfirði. Laugardaginn 5. ágúst, snemma um morguninn, gerði eg myndina af kleifunum að ofan, og af Einhamri, eins og hann lítr út frá kleifunum ; síðan rétti eg dagbók mína og glöggvaði mig á ýmsu. Enn áðr enn eg segi skilið við Geirþjófsfjörð, skal eg minnast á landnám þar og f Suðrfjörðunum, og þá f Arnarfirði yfir höfuð. Fyrir sunnan Geirþjófsfjörð gengr inn Trostansfjörðl', þá Reykjarfjörðr ogþá Fossfjörðr; þessirallir firðir ganga af Arnar- firði. Landn. s. segir, bl. 141 : „Geirþjófr Valþjófsson nam land í Arnarfirði: Forsfjörð, Reykjarfjörð, Trostansfjörð, Geirþjófsfjörð, ok bjó í Geirþjófsfirðv‘. Nú sýnist það fullkomlega ljóst af Gísla s., að í Geirþjófsfirði var engin bygð um 965, þegar Gfsli Súrsson féll í sekt og kom þar. J>að hefði ekki verið neitt sérlegt athvarf fyrir Gísla þar að vera, hefði þar þá verið býli, og hann bygði sér þó annan bœ ; hann gat þá ekki verið þar með leynd, eins og hann löngum var, svo ekki var hœgt að spyrja hann uppi. Ey- ólfr grá nefnir þar og eyðifjörð, þegar hann ætlar að lokka Auði með fégjöfum, að segja til Gísla. f>að er talað um það tvisvar í hvorri sögunni fyrir sig, að Eyólfr kom á bœ Auðar, þegar hann fann hvergi Gísla, enn aldrei er talað um neinn annan bœ, og mundi hann þó nefndr, hefði hann þá verið til, og þá Eyólfr leit- að þar. Enn alt fyrir þetta hlýtr það að vera rétt, sem Landn. segir, að Geirþjófr hafi búið hér, þar sem fjörðrinn er við hann kendr. þ>að er ekki sennileg getgáta, að Geirþjófr og hans af- komendr hafi búið á Greirþjófsfjarðareyri, sem nú er kölluð Krosseyri (Kálund I. bl. 561); hún er út með Geirþjófsfirði að norðanverðu, og er lítil jörð, ekkert land niðri annað enn hlíðarn- ar, nema lítil eyri, sem gengr fram1. Um Sperlahlíð er ekki að 1) Svo er þar lítið um slœgjur, að maðr, sem þar hafði búið, og var

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.