Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 61
Geirþjófs fœrðu sig að Eyri, og af Gísla s. verðr séð, að i Geir- þjófsfirði var auðn, þegar Gísli kom þar, þá verðr það liklegast af öllu, að þetta standi í sambandi hvað við annað, og á þann hátt fer þetta vel, enn á hvern hátt þetta hefir orðið, verðr ekki sagt; enn það verðr þó það sennilegasta, að þeir hafi komizt að Eyri jafnvel á dögum Bjartmárs, og víst er það, að Bjartmár bjó ekki á Eyri eftir Án rauðfeld, föður sinn, því hann bjó á Eyju í Arnar- fjarðarbotni, sem fyr segir. J>að er nú auðséð, að Gísli Súrsson hefir verið í Geirþjófsfirði í trausti Bjartmárs sona; þeir vóru bæði mágar hans, og bjuggu næst honum hinu meginn í Mosdal í Arnarfirði innanverðum ; þeir hafa veitt þeim Gísla alla hjálp og nauðsynlega hluti, sem þau þurftu ; þeir áttu og hœgt með þetta, svo ekki yrði uppvíst, þar hér er svo afskekt; í Geirþjófsfirði hefir ekki verið fleira fólk enn Gísli, Auðr og Guðríðr; hefði hér verið mannfleira, mundi Gísli með engu móti hafa getað verið hér svo lengi með leynd, svo mjög sem var um hann setið. Út frá Dynjanda í Arnarfirði heitir Urðarhlíð ; fyrir utan hana gengr fram dalr, sem nú er kall- aðr Kirkjubólsdalr ; þar fyrir utan er breiðr dalr ekki langr, og mikið undirlendi niðr frá, hann heitir Mosdalr ; í þessum dölum og á þessu svæði standa þessir bœir: Os, Kirkjuból, Skógar, Horn, Laugaból, það er yzt; alt þetta svæði mun hafa verið kall- að Mosdalr í fornöld, og sjáanlegt er það, að nöfnin Kirkjuból og Kirkjubólsdalr eru frá seinni tíma; það er kveðið svo að orði í Arnarfirði, t. d. á Bíldudal, þegar menn eru komnir þar af ein- hverjum þessara bœja : „f>eir eru komnir hérna innan úr Mosdaln- um“. f>etta er sönnun fyrir, að þannig hefir heitið1. Upp úr Kirkjubólsdal má fara yfir í Geirþjófsfjörð, enn þó er það enginn reglulegr vegr ; það er þessi leið, sem talað er um í Gísla s., er Auðr segir við sveinana sonu Vesteins, er þeir höfðu drepið f>or- kel Súrsson á J>orskafjarðarþingi, og komu í Geirþjófsfjörð eftir að hafa legið úti í tíu dægur, mns. bl. 57: „Ek mun senda ykkr“, sagði Auðr, „yfir hálsinn í Mosdal til sona Bjartmárs ; skal ek fá ykkr vistir, ok jarteignir, at þeir skjóte yfir ykkr nökkuru skjóli“. Eins er þetta í ms. bl. 144. pegar Gísli kom í Geirþjófsfjörð, sendir hann líka orð Bjartmárssonum, að þeir fœri til "þorskafjarð- arþings, og byði sætt, að hann yrði ekki sekr, mns. bl. 38—39 og 1) Eg get ekki bygt neitt á Hávarðar sögu ísfirðings viðkomandi Arn- arfirði, þvi þótt Landn. s. sýni, að hún muni upphaflega hafa verið sönn saga, og hennar höfuðatriði rétt, þá er hún nú orðin svo aflöguð, t. d. mannanöfn, bcejanöfn og ýmsar staðalýsingar í sögunni, að ómögulegt er að átta sig, nema breyta svo mörgu og snúa við eftir því sem hér til hagar, enn það yrði hér oflangt mál og margbrotið, og þó árangrslítið.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.