Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 64
64
fyrir Slettanes, ok síðan inn til Arnarfjarðar; bar hann vestr at
Laugabólshlíð, ok gekk þar á land, ok hittir smalamann. Hann
spyrr, hverr hann væri. En hann segir slíkt til sem honum sýndiz.
Grísli fær sér hall einn, ok kastaði út í skerit, er lá fyrir landi, ok
reyri til sjálfr at forvitnaz um, ok fundu þar hallinn sem niðr hafði
komit. Gísli bað þar bóndason eptir gera, þá er hann kvæmi heim
—„ok mun hann þá vita þikkjaz, hverr maðrinn verit hefir“—því at
þetta var enkis manns kast annars, því at hann var betr búinn
at iþróttum enn flestir menn aðrir. Gísli stígr nú á skip, ok rœr
út fyrir Langanes, ok inn á fjörð þann, er Geirþjófsfjörðr heitir;
hann gengr af Arnarfirði; býst hann þar um“. Gfslasker heitir
sker á Arnarfirði fram undan Brimnesi, sem gengr fram úr Lauga-
bólshlíð ; þetta er skerklettr litill um sig, sem fer í kaf, að minsta
kosti um stórstraumsflóð ; það er auðséð, að sagan meinar þetta
sker, því ekkert annað er hér til; allri þessari ferð er nú rétt lýst
samkvæmt örnefnunum, og þarf eg ekki að taka það meir fram,
þar sem eg hefi áðr bæði lýst þessum örnefnum og landslagi hér.
Enn alt fyrir það getr þetta sker með engu móti verið sker það,
sem Gísli kastaði út í; fyrsta ástœðan er sú, að þetta Gislasker
liggr svo langt frá landi, það er */4 viku eða meir, að enginn
maðr nokkurn tíma hefir getað kastað steini frá landi út í það ;
engar eru hér heldr grynningar, að annað sker hefði getað verið
til, sem nú væri horfið ; alstaðar er hér aðdýpi mikið, og sjómaðr
einn hefir sagt mér, sem er upp alinn f Arnarfirði, að t. d. fyrir
norðan Gíslasker sé um 80 faðma djúp. Onnur ástœða er sú, að
sker þetta er viku sjáfar eða meir af réttri leið inn Arnarfjörð,
frá Sléttanesi fyrir sunnan Langanes inn í Geirþjófsfjörð. Mér
sýnist og, að söguritaranum hafi sjálfum jafnvel sýnzt þetta ferða-
lag Gísla óeðlilegt, þar sem hann segir: „bar hann vestr at Lauga-
bólshlíð11; hann hefir vitað, að menn myndi sjá, að þetta var ekki
rétt leið. Hér er því ein af þessum tröllauknu alþýðusögum kom-
in inn í söguna á einhvern hátt í afskriftunum, sem svo mikið er
til af um Gísla Súrsson þar vestra1. Gildi sögunnar yfir höfuð
getr þetta ekki rýrt í minsta máta, þar sem alt annað í henni
hefir reynzt rétt, að því af ransóknunum verðr séð ; þar að auki
stendr sú rétta og eðlilega frásögn í hinu handritinu, sem nú skal
sýnt verða, og þarf þá ekki að heimta meira. Mns. bl. 38: „Ok
1) Vorar góðu sögur eru verk hinna mentuðu manna þeirrar tíðar, enn
ekki alþýðunnar; þær eru saman settar í höfðingja ættunum, og þeirra for-
feður vóru og oft sjálfir við riðnir söguviðburðina, enn þar hjá hafa og verið
til alþýðusagnir; það má sýna fram á það um ýmsar sögur, í hvaða ættum
þær hljóta að hafa verið fyrst saman settar, og þar á meðal er Gísla Súrs-
sonar s. ein; enn það yrði oflangt mál hér að tala um þetta efni.