Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 67
6 7 áðr enn hamn fór úr Dýrafirði. Eg skal og geta þess, að Haganes heitir nú langt inn í Arnarfirði að sunnanverðu, skamt fyrir utan Otrardal, og fyrir innan Bíldudalsveginn. Af því að eg hefi heyrt þá tilgátu, að þetta kynni að vera nesið, sem Gísli lenti við, þá skal eg taka það fram, að þetta getr með engu móti verið ; Hút. getr ekki meint þetta nes, nema ef söguritarinn hefði einungis haft nafnið í huganum, því það eru beint orð sögunnar, eins og í mns., að þetta var áðr enn Gísli reri „yfir fyrir nesið“, þ. e. nesið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, eða Sléttanes, og svo inn á Arnarfjörð ; „yfir“ þ. e. inn á eða inn; báðar sögurnar segja : yfir Geirþjófsfjörð, enn meiningin er þó, inn í botn á Geirþjófsfirði. Undan þessu nesi er og ekkert sker, sem við söguna gæti átt; eg hefi margoft komið á þetta Haganes. f»ar að auki er það óhugs- andi, að Gísli myndi gera vart við sig svo nálægt Otrardal, og róa þar inn með landi; Gísli hefir sjálfsagt hvergi komið við land i Arnarfirði, og farið beint inn fjörðinn, eða nær Sléttanesi. Eg hefi þá tekið alt fram, sem eg veit þessu máli til skýringar, og verð að álíta það fullsannað, þó eg hafi ekki komið á Hafnarnes. Eftir að eg hafði athugað það, sem mér þótti mest nauðsýn til bera, og gert dagbók mina, laugardaginn 5. ágúst, sem fyr segir, bjóst eg á stað úr Geirþjófsfirði kl. 4 e. m., eftir að hafa verið þar 6 daga. Eg fékk mér flutning út fjörðinn, og út að Otrardal. Við lentum við Sperlahlíð, þvi þangað var lítið erindi; síðan fórum við yfir að Krosseyri, Geirþjófsfjarðareyri, því þar þurfti eg að koma. Hér var Aron Hjörleifsson á laun eitt sinn meðan hann var í sekt sinni; þá bjó hér iitill bóndi. Aron var einu sinni að gera að bát þar í nausti á Eyrinni; þá komu 3 menn að ríðandi alvopnaðir, sem Sturla Sighvatsson hafði sent til höfuðs Aroni, Rögnvaldr, forvaldr og danza-Bergr; enn til Arons vóru áðr komnir 2 ferðamenn ókunnugir, Sigurðr og Egill ; þeir hjálp- uðu Aroni, þvi þá Rögnvald bar brátt að ; hér börðust þeir allir; Aron drap Rögnvald; þá leituðu hinir undan; forvaldr komst á bak, enn Bergr í stigreipið öðrum fœti, og lá á grúfu þverbak yfir hestinn, enn jþorvaldr keyrði undir honum og upp á skriðuna, því Aron fór eftir þeim ákaflega, og vildi ekki missa annarshvors; þá kallar f>orvaldr hátt: „Upp þér Sturla! hér hleypr fjandinn Aron eptir okkr. Aroni þótti ekki örvænt at satt væri ok nam staðar“; bar þá svo upp á „leytit“, og við þenna prett komust þeir undan. Sturlunga s. II. bl. 332—334; Biskupa s. I. bl. 540—541, og bl. 624—625. Frá þessu er greinilega sagt á öllum þessum stöðum, og öllu ber saman, eins og Arons s. er mæta vel sögð. Alt stendr þetta heima, að því er séð verðr. Á framanverðri eyrinni er gamalt naust niðr sokkið, er líklega er það sama, því ekki er hér um mikið svæði að gera ; fyrir innan bœinn er leytið, þar sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.