Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Page 68
68 mun hafa skilið með þeim Aroni. Með því hér var ekki meira að athuga, héldum við á stað og komum út að Otrardal um kveld- ið ; var eg þar um nóttina. Sun-nudaginn 6. ágúst var eg kyrr í Otrardal og hvíldi mig. Mánudaginn 7. ágúst komst eg ekki á stað frá Otrardal, sem eg hafði ætlað, enn ferðinni var heitið út með Arnarfirði til að útvega gamla hluti til forngripasafnsins, því nokkur tími var enn þangað til von var á gufuskipinu Valdimar. þ>enna dag notaði eg því til að skoða mig hér um. í Otrardal bjó, sem kunnugt er, Eyólfr grái, sonr pórðar Gellis, langan aldr; hann var mikill höfðingi, og hefir haft goðorð um alla vestrfjörðuna, eða eitt af hinum þremr goðorðum í f>orskafjarðarþingi. Otrardalr hefir verið stórmannleg jörð ; þar er fallegt; mikill dalr og víðr gengr þar upp ; bœrinn stendr að vestanverðu í dalnum, skamt upp frá sjón- um, enn hinn forni bœr hefir staðið ofar eða nær hlíðinni, enn verið fluttr sökum skriðna úr fjallinu; túnið er ákaflega stórt, og má viðast rekja hinn forna garð, sem verið hefir sumstaðar mjög digr. Upp í túninu er ferskeytt girðing, öll nær slétt, sem líklega hefir verið einhverskonar akr eða sáðland. Eg leitaði hér mikið að hoftótt, enn fann engin slík merki ; f Otrardal hefir þó hlotið að vera hof ; líklega hefir það staðið þar sem bœrinn stendr nú. Kirkjan stendr nú fram undan bœnum, enn sagt er, að hin gamla kirkja hafi staðið neðar í túninu eða nær sjónum, og þar hafi fundizt mannabein, er þar var grafið til. Síðan gerði eg dag- bók mína. þriðjudaginn 8. ágúst fór eg út á Bíldudal, og þaðan út að Hóli um kveldið ; kom þar um nóttina. Miðvikudaginn 9. ágúst var eg á Hóli, því eg þurfti að hafa þar langa dvöl, þar eg fékk þar marga hluti gamla, og þar á meðal góða gripi úr silfri. Fimtudaginn 10. ágúst fór eg út að Selárdal; kom á ýmsa bœi. Selárdalr er yzti bœr þeim meginn Arnarfjarðar. Föstudaginn 11. ágúst var regn og stormr mikill; var eg kyrr í Selárdal, enda fékk eg hér ýmsa gamla hluti, og þar á meðal litla altaristöflu úthögna, úr marmara eða alabast, með myndum, góðan grip frá 15. öld. A hlaðinu í Selárdal er hellu- steinn merkilegr ; hann stendr langt í jörð, enn alt, sem upp úr stendr, er hann högginn sléttr á öllum hliðum, og eru þær nokkuð aðdregnar eða hallast að ; steinninn er 1 al. og 18 þuml. á lengd, og 13 þuml. á breidd, og nær 18 þuml. á hæð, það sem upp stendr úr jörðinni ; að ofan eru í steininn 3 bollar í röð vel kringl- óttir, og allir nær jafn stórir; þeir eru að þvermáli ö1j2 þuml. og nær 5 þuml. á dýpt ; niðr i jörðina mun steinninn standa um s/4 al. eða meir. þ>essi bollasteinn er að því leyti sá merkasti, er eg hefi

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.