Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 71
7i
SKÝRSLUR
I.
Aðalfundr félagsins 2. ágúst 1883.
Hinn annar aðalfundr félagsins var haldinn 2. ágúst 1883.
Varaformaðr félagsins, herra Sigurðr Vigfússon, sýndi eftir-
mynd þá af víkingaskipinu frá Gokstað í Noregi, er félagið hefir
útvegað með samskotum, og skýrði frá ýmsum atriðum um
skip þetta.
Formaðr félagsins, Árni Thorsteinson, lagði fram reikning
félagsins frá 2. ágúst 1882 til 2. ágúst 1883, og skýrði frá því, að
tala félagsmanna væri orðin 29, sem gengið hefði í félagið æfi-
langt, enn 231 með árstillagi, alls 260.
Sumarið 1882 fór varaformaðr félagsins, herra Sigurðr Vigfús-
son, um allmikinn hluta af Vestfjörðum, og hóf þar hinar miklu
og ítarlegu ransóknir, sem skýrt er frá í Árbók þessari. Honum
hepnaðist og í ferð sinni að safna mörgum og góðum gripum, sem
hafa aukið forngripasafnið að mjög miklu.
Eins og ákveðið var á ársfundi félagsins 2. ágúst 1882 hlut-
aðist stjórn félagsins um, að gjöfum og samskotum væri safnað til
þess, að fá eftirmynd af víkingaskipinu frá Gokstað, til þess að
hún yrði til sýnis á forngripasafninu. Áskorun félagsins í þessu
efni hafði svo góðan árangr, að eftirmynd skipsins varð albúin og
kom hingað vorið 1883, og er hún nú á forngripasafni voru. þess
skal getið, að formaðr félags Norðmanna til verndunar á forn-
menjum, herra N. Nicolaysen, hefir gert sér mikið ómak við út-
vegun eftirmyndar þessarar, og haft gætr á, að hún væri rétt í
alla staði.
Frá forngripasafni Dana (Oldnordisk Museum) hefir verið
send að gjöf eftirrtiynd af Valþjófsstaðarhurðinni, steypt úr gypsi
í fuilri stœrð, og svo vönduð, að hana má telja svo gott jafngildi
hurðarinnar, sem verða má á þenna hátt. f>ó œskilegast hefði
verið, að hurðin sjálf ætti dvöl á safni voru, þá er með þessu bœtt