Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 4
6 ganga undir. — Nauðsynlegt hefir þótt að lýsa yfir því hið allra fyrsta, er fjöldi raanna var kominn á þingstaðinn, hver þingmörkin voru, hvert þinghelgin náði; og ekki hefir alþingishelgunin orðið siður hátíðleg við það, að hún fór fram um það bil er kvöldskugg- arnir færðust yfir hinn helga stað. Veruleg þingstörf byrjuðu næsta dag, fðstudaginn í 11. viku sumars (eftir 999) og má sjá af nokkrum ákvæðum í Grágás hver þau voru þann dag. Svo virðist sem menn hafi fyrst gengið til lög- bergs, en hvenær dagsins það hefir verið eða hver þvi hafi ráðið hvenær menn gerðu það, sést nú eigi bert. Vafalaust hefir það ekki farið fram fyr en um dagmál (kl. 9), þá er sól var komin á Kálfs- tinda. Samkvæmt lögsögumannsþ. var lögsögumaður, eins og sagt var hér áður, útlagi 3 mörkum, ef hann að nauðsynjalausu kom eigi til alþingis föstudag inn fyrra í þingi áður menn gengu til lögbergs.1) Bendir orðalagið helzt á að menn hafi gengið til lögbergs á fyrir- fram ákveðinni stundu þann dag, eða að einhver annar en lögsögu- maður hafi ráðið hvenær menn skyldu ganga til lögbergs, t. d. alls- herjargoðinn, hafi hann helgað alþingi föstudagsmorguninn. Eðlileg- así vii'ðist að ætla, að menn hafi jafnan farið til lögbergs á sömu stundu á morgnana, að minsta kosti þennan dag, en að lögsögumað- ur hafi þó venjulega jafnframt látið boð berast þegar hann ætlaðist til að menn kæmu sarnan að lögbergi, líkt og Ari fróði talar um að farið hafi fram á þinginu árið 1000, — þótt þá stæði að visu óvenju- lega á —, hann segir svo :2 *) »of morgonenn efter settisc hann (þ. e. Þorgeirr lögsögumaður) upp, oc gorþe orþ, at menn scylldi ganga til lögbergis en þá hóf hann tölo sína upp, es menn quómo þar«. Nokkr- um árum siðar, á þinginu 1011 (eftir timatali Guðbr. Vigf.8), er þess getið í Njálssögu 123 k.4) að hnngt hafi verið er menn skyldu ganga til lögbergs: »Hallr skyldi segja upp gerðina at lögbergi. eptir þat var hringt og gengu allir menn til lögbergs®. Má vel vel vera að þetta hafi verið siður, en hann mun ekki hafa verið kominn á fyrir kristnitöku5 * *). Sama sumarið, einmitt í sömu frásögn, er og einnig ') Grág. Kb. I, 210. Ws. 2) Islb., útg. E. J.. 11. bls. ’) Safn I, 435. bls. 4) ísl.s. 3. B., 636. bls. 6) Klukkur munu ekki hafa verið notaðar hér i heiðni og að likindum alls ekki verið notaðar í Norðnr- eða Mið-Evrópu yfirleitt fyr en kristnin ruddi sér til rúms og barst yfir löndin með hljómöldum klukknanna. — Sagnorðið hringja er raunar mikln eldra vafalaust, en merkir upprunalega að eins að framleiða hljóm, samstofna við gr. orðið kerkos, hani. — I Noregi, hér i landi og viðar hafa fundist fornar bjöllur til að hringja með, sbr. Gh Gustafson: Norges Oldtid, s. 108, Arb. 80—81, bls. 54 og 60.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.