Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 6
8
að »mæla málum sínum«, sbr. þingskþ. 21. k.1): »Menn scolo i dag
(þ. e. föstudag) oc a morgin. lysa sakar þer allar. er til fiorþvngs
doms scal. enda er jafn rett at lysa annan dag uikv (þ. e. mánudag)
ef meN vilia þat i þingskopvm hafa«.
Enn var það eitt, sem lögákveðið var að fram skyldi fara föstu-
daginn; »þat er mælt at domar scolo i dag vera nefnðir eþa raþnir«
segir í 20. kap. þingskþ.2). Dómnefnan hefir eins og nærri má geta
verið eitt með allra þýðingarmestu athöfnum þingsins, og hefir fjöldi
manna fylgt henni með brennandi áhuga, ekki siður en dóma-út-
færslum og athöfnum dómanna yfirleitt. Það voru málaferlin á al-
þingi er menn höfðu hugann fastan við, mest og oftast um þing-
tímann. Ekki finst nú ákvæði um það í Grágás hvenær dagsins
menn skyldu nefndir í dóma, en goðarnir voru þeir sem nefna
skyldu, svo sem ákveðið er í 20. kap. þingskþ., og ennfremur eru
þar ákvæði um hversu nefna skyldi í dóma, svo og hvar á þing-
staðnum: »Gfoþi skal ganga i hamra skarð. oc setia niþr þar dom-
anda sín. ef hann vill dóm nefna«3). — Um það hafa menn deilt,
hvort hver goði hafi nefnt 1 mann eða 4 í dóm, og hvort heldur
verið hafi 9 eða 36 dómendur í hverjum fjórðungsdómi á alþingi4).
Samkvæmt ákvæðunum í 20. k. þingskþ. virðist svo sem hver goði
hafi átt að nefna að eins 1 mann í dóm, og að ekki hafi verið fleiri
i hverjum fjórðungsdómi en 9; að öðru leyti skal ekki hér farið
nánar út í þetta atriði. — örnefnið Hamraskarð er nú ekki til á
Þingvöllum, og hefir menn greint á um hvar það hafi verið. Sig.
Guðmundsson málari heldur því fram (1861) í bók sinni Alþingis-
stað, 60.—64. bls., að það hafi verið kjafturinn á Brennugjá, en
Vilhj. Finsen heldur þvi fram (1870) í útleggingu sinni af Grágás,
38. bls., að það hafi verið skarð það í gjábakkann lægri, sem veg-
urinn lá um, rétt hjá Snorrabúð, og virðist það vera réttara og í
alla staði eðlileg tilgáta, en vissu mun Finsen ekki hafa haft fyrir
því. Sig. Guðmundsson hefir ruglað saman dómnefnu þessari og
dóma-útfærslu til ruðningar, sem ekki fór fram fyr en næsta dag
(þeim fjórðungi) lögréttumiar; oss virðist þó að þurft hafi samþykki allrar lögrótt-
unnar undir öllum kringumstæðum, enda þótt einn fjórðungur hennar að eins hefði
hlotið að ráða hver tekinn var lögsögumaður, shr. orðin: „Lögsögo maN a i lögrétto
at taca þa er menn hafa raðit huerr vera scal. oc scal bín maðr scilia fyrir. eN
aðrir giallda samquæði a (Lögsmþ. Kh. I. 209. bls.).
») Kb. I. 39. hls.
a) Kh. I. 38. hls.
8) Þingskþ. 20. k. (Kb. I. 39. hls.).
*) Sjá Y. Finsen: Inst. 10. hls. o. s. frv.