Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 7
9 (laugardag). Það giiti einu hvort staður sá þar sem goðarnir skyldu setja niður dómendur sína (Hamraskarð) var skamt eða langt frá þeim stað þar sem dómarnir skyldu sitja og dæma; sá staður var ekki ákveðinn fyr en við lög'bergsgönguna (dóma-útfærsluna til ruðn- ingar, sjá hér síðar). Það er hvergi ákveðið hversu lengi dómend- endurnir skyldu sitja í Hamraskarði á föstudaginn. Staðurinn er einmitt þar sem umferðin var mest, rétt í nánd við Lögberg og búð- irnar. Má því ætla, að þeir hafi dvalið að eins skamma stund í Hamraskarði, rétt á meðan menn athuguðu hverir þeir voru, til þess að geta verið búnir undir ruðninguna daginn eftir. Það verður ekki séð af neinum ákvæðum i Gxágás, að mönn- um hafi verið skylt að sýsla fleira föstudaginn en það er nú hefir verið talið, nema ef vera skyldi það, að ráða fimtardóm, eftir að hann hafði verið í lög leiddur. í 43. kap. þingskþ.* 1) segir svo: »v.tftr domr scal þa raðiN er fiorðvngs domar ero nefndir. oc scolo allir seN fara ýt til sócnar. nema lög retto menn verþi a aNat sattir. En v.tar dom scal setia i lögrétto«. Af þessu ei' það víst, að fimtar- dómurinn þurfti að vera nefndur fyrir mánudag, því að venjulega munu dómar hafa farið út þann dag til sóknar, og líklegast er að fimtardómur hafi verið ráðinn venjulega á föstudaginn, skömmu eftir að fjórðungsdómarnir voru ráðnir. Fimtardómsnefnan var miklu hátíðlegri athöfn en dómnefnur í fjórðungsdómana. Goðarnir gengu allir til lögféttu og setti hver niður sinn dómanda, gamlir goðar og nýir. Nefndu þeir votta að því hver og einn, að þeir nefndu mann i dóminn, með líkum hætti og er þeir nefndu í fjórðungsdóm, en auk þess nefndu þeir og votta að því, að þeir sóru svofeldan eið (fimtardómseið): »Ec vín eið at bok. v.tar doms eið. hialpi sva mer Guð i þvisa liósi oc avðro sem ec hyo þat at ec hava þaN maN i dom nefndan er eigi vili aNaR maðr betr raða fyrir lögom órvm eða landz bvi eN sia maðr. (og skal goðinn nefna nafn mannsins) þeirra manna er ec eiga cost i minom þriðivngi her a þingi«2). — Er það aðdáanlegt hversu gagnorðir og vel orðaðir eiðarnir flestir eru í vorum fornu lögum. Hvenær dagsins þessum störfum hefir verið lokið, eða hvenær þingstörf hafa venjulega verið úti á daginn, verður ekki vitað með vissu. Að Lögbergi hafa menn naumast starfað lengur venjulega en til nóns eða eyktar (kl. 3 eða 3l/2, eða 4), og varla heldur i lögréttu þá daga 3 lögákveðna, er hún »scal ut fara, drottins daga báða i ‘) Kb. I. 77. bls. l) Þingskþ. 45. k., Kb. I. 78.-79. bls. 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.