Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 12
14 en í hinum er talað um gjkbakka inn vestra (hærra); því að orðin »sol se a«, »sol kömr a« og »sol er komin a« merkja líklega hið sama, og hafa ekki heldur verið skiftar skoðanir um það1 *). En um hitt hafa verið skiftar skoðanir, hvort gjáhamar hinn vestri væri hið sama og gjábakki hinn vestri (hœrrí), og það annað hvað orðin »sol se a«, »sol Jcömr a« og »sol er komin a« merktu í þessum ákvæðum. Sig. Guðmundsson (1861)*), Vilhj. Finsen (1870)3) og Kr. Kálund (1877—82)4), sem og aðrir, hafa álitið að gjáhamar hinn vestri væri sama og gjábakki hinn vesti-i (hærri), en Sig. Vigfússon segir að sér hafi verið sagt, að Gjáhamar væri örnefni á vissum hluta á gjá bakkanum vestri5) og áleit hann að sá Gjáhamar væri einmitt sama sem gjáhamar sá hinn vestri, sem átt er við i ofangreindu ákvæði í Grágás. Þótt svo kunni að vera, að einhver sérstakur hluti af gjá- bakkanum vestri hafi verið kallaður Gjáhamar á síðari timum, þá getur það ekki talist nægileg sönnun fyrir því, að það sé einmitt sá staður eða klettur, sem átt sé við með orðunum gjáhamar hinn vestri; Sig. Vigf. þykir að »það væri vissulega undarlegt, að »Grág. skyldi kalla hamar á einum stað, en bakka á tveim stöðum, en alt ætti þó að þýða hið sama og tákna bæði sama stað og sama tima«, en það virðist i rauninni ekki undarlegra að Grág. kalli á einum stað gjá- hamar hinn vestra það sem hún á öðrum stað kallar gjábakka hinn vestra í mjög svipuðu sambandi, heldur en að hún kallar það á ein- um stað gjábakka hinn vestra, sem hún á öðrum stað kallar gjá- bakka hinn hærra. Að vísu vita allir kunnugir að það er einmitt gjábakkinn vestri, sem er hærri, en allir kunnugir hljóta lika að sjá að gjábakkinn vestri er einmitt stórkostlegur hamar, og því allsendis eðlilegt að kalla hatin gjáhamar (hinn vestri). í Sturlunga sögu6) er nefndur Almannagjárhamar í því sambandi, að ljóst er, að þar getur ekki verið átt við einstakan klett, því að þar var stefnt sam- an liði, sem á öðrum stað er talið að vera »nær fimm hundruð«7) (stór). Þegaráþaðerlitiðhversu lík ákvæðin eru á báðum stöðunum, um tímatakmörkin, þegar fram skyldi fara útfærsla dóma til ruðningar og út- færsla dóma til sókna, sem eru einnig í sjálfu sér mjögskildar oglíkar at- hafnir, virðist það líka að öllu leyti eðlilegast að ætla, að þau séu sömu ') Sbr. þó B. M. Ólsen i Germanist. Abhandl., 139. bls. а) Alþst. kortið. 3) Útl. af Grágás. *) I. B. I., 112. bls.; sbr. II., 406. bls. б) Sjá Árb. 1880—81, 29.—30. bls., sbr. og 24. bls. og uppdrátt aftan við. 6) Útg. G. V. I., 398. bls. ’) L. c. 399. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.