Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 13
15 merkingar. B. M. Ólsen hefir i ritgerð einni um Lögberg1) ekki held- ur getað fallist á skoðun S. V. um gjáhamar og Kr. Kálund hefir síðar2) látið í ljósi, að hann sé sömu skoðunar um gjáhamar, sem fyr. Þá er merking orðanna »sól sé á«, sól kemr á« og »sól er kom- in á«. Vilhj. Finsen lagði þau út á dönsku með »Solen skinner paa« í Grágásar-útl. sinni3) og Kr. Káluud skildi þau á sama hátt í I. B.4), en sá skilningur lians var sprottinn af rangri skýrslu, er bygðist á misskilinni spurningu5). Sigurður Vigfússon skildi þessi orð svo, að hér væri um dagsmark (-mörk) að ræða, stöðu sólarinnar yfir gjábakkanum (og gjáhamrinum) vestri, en ekki skin sólarinnar fram- an á gjábakkann, og má víst fullyrða að sá skilningur hans er réttur, enda álítur B. M. Ólsen6 7) það, og Kr. Kálund virðist einnig1) hafa fallist á sömu skoðun eftir að hann hafði fengið rétta skýrslu hér að lútandi og Ólsen hafði rökstutt skoðun Sig. Vigf. Aftur á móti hélt Vilhj. Finsen fast við sína skoðun8). Samkv. athugunum B. M. Ól- sens kemur sól á gjábakka hinn hærri, frá þeim stað að sjá er vér álítum að hafi verið Lögberg, um kl. ll/2 e. h.9), en eftir uppdrætti »Generalsta,bens« af Þingvöllum10) ætti sólin að koma á gjábakkann hærri frá lögbergi að sjá kl. 21/* (eftir sóltíma), Mun vera óhætt að líta svo á, að um kl. 2 e. h. hafi útfærsla dóma til ruðningar og lögbergs- gangan átt að byrja á laugardögunum og á sama tíma dags útfærsla dóma til sóknar, þann dag er menn kváðu á. Dómarnir hafa svo verið úti til ruðningar allan síðari hluta dags á laugardaginn og áttu að veru úti unz sól kom á Þingvöll drottins- dag, þ. e. til sólaruppkomu á sunnudagsmorguninn, sbr. áðurgreint ákvæði í 20. kap. þingskþ. Orðin »sol kemr a þing voll« virðast varla geta merkt annað en sólarupprásina, sem er sögð að vera um kl. 2l/2 á Þingvelli um þetta leyti árs11). »Þingvöllur«, sem hér er átt við, er vafalaust sjálfur þingstaðurinn, völlurinn; þó hefir Vilhj. Finsen skilið (1870) þessi orð, að minsta kosti á einum stað í Grágás12) ,svo, ') Germanist. Abhdl., 136. bls. o. s. frv. s) I ritgerð um lögberg o. fl. í Aarb. ’99, 14. bls. s) 44, 51. og 52. bls. 4) I., 112.-13. bls. og II., 406. bls. 5) L. c. og Aarb. ’99, 14. bls., sbr. og German. Abhdl. bls. 138. 8) í Germanist. Abhdl. 138—39. 7) Aarb. 99, 13.-16. bls. 8) Sjá Skhb., 676. bls. (Ordreg.), sbr. og Aarb. ’99, 14. bls. 9) Germ. Abh. 146. bls. 10) Útg. í Khöfn 1910. “) Aarb. ’99,13. og 15. bls. ls) Kb. I., 65. bls., 5.-6. 1.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.