Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 17
19 á vatnsuppgangur í kirkjugarðinum að hafa verið orsök til flutn- ingsins og er það sennilegt. Hafi þingmanna kirkja fyrrum staðið þarna (þar sem kirkjan var sett af Alexíusi), hefir hún verið lögð niður á 14. eða 15. öldinni, og er það í rauninni ekki ósennilegt. Getur verið að Alexíus hafi sett kirkjuna þarna af því að honum hafi verið kunnugt um að þingmanna kirkjan hafi staðið þar fyrr- um. — Það er varla efamál, að sögnin um kirkjuflutning Alexíusar er sönn, og það mun mega telja víst, að í kirkjugarðinum á Þing- velli hafi verið í fyrstu reist kirkja, og að þar hafi upp frá því ætíð verið kirkja unz Alexíus flutti hana. Kirkjugarðurinn mun vera sá sami og í fyrstu og alla tíð síðan og hinn eini, sem áÞing- velli hefir verið. I honum er þykkur og rakafullur jarðvegur, því að hann liggur fremur lágt. Hann er vafalaust sá »búanda kirkjugarðr«, sem þráfaldlega er nefndur í Grágás og sögunum, í tilefni af því að eindagað var að gjalda þar sektir o. fl. o. fl. mið- vikudaginn í mitt þing, sem vikið skal að síðar. — Nú vill svo til að ráða má af einum stað í Ljósvetn. s. XVII. kap.1) að kirkja hafi verið á Þingvelli sumarið 10142), og er þar sagt frá því, að þing- menn sóttu þangað tíðir. »Þat var venja þeirra bræðra, Guðmundar ok Einars, er þeir váru á alþingi, at þeir gengu til tíða báðir saman, ok sátu sunnan undir kirkju; en flokkr Éinars stóð vestr frá þeim, en Guðmundar flokkr austr, var svá, hvárt er var i millum þeira margt eða fátt. Þórir Helgason sat næst Einari, en næst Guðmundi sat Vígfúss Víga-Glúmsson«3). — »Ok um daginn, þá er þeir gengu til tiða, sátu þeir þá enn í rúmum sínum...............Barn eitt hvarflaði þar á hellunum fyrir Guðmundi«4). Þessi síðustu orð eru í þessu sambandi mjög eftirtektarverð. Frásögnin um hinn »litla atburð« er hér varð, stendur í svo nánu sambandi við hin merkilegu mála- ferli Guðmundar og Þóris á þessu þingi að hún verður ekki slitin þar frá og ber hún með sér áreiðanlegleika sinn að öllu leyti. Fyrir sunnan þá kirkju (búanda kirkju), sem verið hefir í kirkjugarðinum, hafa að líkinuum aldrei neinar hellur verið. Þessi kirkja, sem hér ræðir um í Ljósv. s., hefir því ekki verið »búanda kirkja«, en frá sögnin ber jafnframt með sér að hún var jafnframt kirkja þing- manna. — Frásögnin í Ljósv. s. sannar aftur á móti engan veginn hina almennu sögn um að þingmanna kirkja hafi verið þar sem Alexíus setti kirkjuna við flutninginn, og þar sem hún er nú, en ») Útg. Bókmf. 178. bls. 2) Samkv. tímatali Gruðbr. Vigfússonar í Safni I., 487.—488. bls. s) Ljósvetn. s. 175. bls. ‘) Ibid. 178. bls. *3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.