Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 17
19 á vatnsuppgangur í kirkjugarðinum að hafa verið orsök til flutn- ingsins og er það sennilegt. Hafi þingmanna kirkja fyrrum staðið þarna (þar sem kirkjan var sett af Alexíusi), hefir hún verið lögð niður á 14. eða 15. öldinni, og er það í rauninni ekki ósennilegt. Getur verið að Alexíus hafi sett kirkjuna þarna af því að honum hafi verið kunnugt um að þingmanna kirkjan hafi staðið þar fyrr- um. — Það er varla efamál, að sögnin um kirkjuflutning Alexíusar er sönn, og það mun mega telja víst, að í kirkjugarðinum á Þing- velli hafi verið í fyrstu reist kirkja, og að þar hafi upp frá því ætíð verið kirkja unz Alexíus flutti hana. Kirkjugarðurinn mun vera sá sami og í fyrstu og alla tíð síðan og hinn eini, sem áÞing- velli hefir verið. I honum er þykkur og rakafullur jarðvegur, því að hann liggur fremur lágt. Hann er vafalaust sá »búanda kirkjugarðr«, sem þráfaldlega er nefndur í Grágás og sögunum, í tilefni af því að eindagað var að gjalda þar sektir o. fl. o. fl. mið- vikudaginn í mitt þing, sem vikið skal að síðar. — Nú vill svo til að ráða má af einum stað í Ljósvetn. s. XVII. kap.1) að kirkja hafi verið á Þingvelli sumarið 10142), og er þar sagt frá því, að þing- menn sóttu þangað tíðir. »Þat var venja þeirra bræðra, Guðmundar ok Einars, er þeir váru á alþingi, at þeir gengu til tíða báðir saman, ok sátu sunnan undir kirkju; en flokkr Éinars stóð vestr frá þeim, en Guðmundar flokkr austr, var svá, hvárt er var i millum þeira margt eða fátt. Þórir Helgason sat næst Einari, en næst Guðmundi sat Vígfúss Víga-Glúmsson«3). — »Ok um daginn, þá er þeir gengu til tiða, sátu þeir þá enn í rúmum sínum...............Barn eitt hvarflaði þar á hellunum fyrir Guðmundi«4). Þessi síðustu orð eru í þessu sambandi mjög eftirtektarverð. Frásögnin um hinn »litla atburð« er hér varð, stendur í svo nánu sambandi við hin merkilegu mála- ferli Guðmundar og Þóris á þessu þingi að hún verður ekki slitin þar frá og ber hún með sér áreiðanlegleika sinn að öllu leyti. Fyrir sunnan þá kirkju (búanda kirkju), sem verið hefir í kirkjugarðinum, hafa að líkinuum aldrei neinar hellur verið. Þessi kirkja, sem hér ræðir um í Ljósv. s., hefir því ekki verið »búanda kirkja«, en frá sögnin ber jafnframt með sér að hún var jafnframt kirkja þing- manna. — Frásögnin í Ljósv. s. sannar aftur á móti engan veginn hina almennu sögn um að þingmanna kirkja hafi verið þar sem Alexíus setti kirkjuna við flutninginn, og þar sem hún er nú, en ») Útg. Bókmf. 178. bls. 2) Samkv. tímatali Gruðbr. Vigfússonar í Safni I., 487.—488. bls. s) Ljósvetn. s. 175. bls. ‘) Ibid. 178. bls. *3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.