Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 18
20 þessi »almenna sögn« kemur vel heim við frásögn Ljósv. s., því að kringum kirkjuna er mjög grunnur jarðvegur og klappir; hafa hér því vel getað verið berar hellur í fornöld. — Þó að þessi frásögn í Ljósv. s. væri nú ekki til, er hin almenna sögn um sérstaka þing- manna kirkju samt mjög eðlileg og sennileg. Kirkjugarðurinn er kallaður búandakirkju-garður, og sýnir það, að kirkjan í honum er fyrst og fremst kirkja búandans á Þingvelli, bændakirkja, bænda- eígn, eins og aðrar kirkjur þá1). En nú mun þráfaldlega hafa komið fyrir að lögrétta hafði samkomu í kirkju og þingmenn flokkuðust í og við kirkju, og verður það þá mjög ólíklegt að þeir hafi viljað eða getað notað kirkju bóndans, jafnvel þótt þeir hefðu auðveldlega getað fengið heimild til þess, engu síður en til hins, að nota kirkju- garðinn. Aftur á móti sýnir það að þeir notuðu hann, að ekki var kirkjugarður umhverfis kirkju þingmanna, enda var hann algerlega óþarfur. Það, að kirkja sú, sem Olafur konungur sendi íslendingum við til, var bygð á Þingvelli, bendir til að hún hafi verið almenn- ings eign, — eins og einnig vera bar og gefandinn sjálfsagt hefir ætlast til, líklegast beint ákveðið; en hitt er í alla staði ólíklegt, að Olafur konungur hafi gefið búandanum á Þingvelli kirkjuvið eða að kirkjuviður hans og klukkurnar frá þeim konungunum hafi af al- menningi (eða lögréttumönnum) verið gefnar búandanum á Þingvelli. Svo sem áður var sagt mun Olafur konungur hafa sent kirkju- viðinn sumarið 1018, en atburðir þeir er nú var frá greint í Ljósv. s. gerðust sem sagt 4 árum áður, eftir tímatali Guðbr. Vigfússonar. Kirkjan, sem bygð var úr viðnum frá Ólafi konungi, hefir því ekki verið hin fyrsta þingmanna kirkja, sem reist var á Þingvelli, enda mátti ganga að því vísu, að kirkja hafi verið reist þar þegar á fyrstu árum eftir kristnitökuna; en ekki er óeðlilegt að hin fyrsta þingmanna kirkja hafi verið bygð svo ófullkomin, að hún hafi þótt of lítil eða óveg- leg er stundir liðu, og þegar Ólafur konungur sendi kirkjuviðinn hefir þótt sjálfsagt að byggja úr honum nýja kirkju eða stækka hina upp runalegu. Frásagnirnar í Njáls sögu 123. k. og 145. k.2) um viðburði, sem eftir tímatali Guðbr. Vigfússonar3) gerðust sumurin 1011 og 1012, bera með sér að þá hafi til verið kirkja og búanda-kirJcjugarður á Þingvelli, — áður en kirkjuviðurinn kom frá Ólafi konungi. I frásögninni í 16. og 17. k. Ljósv. s. er sagt frá því er þeir Guðmundur ríki, Einar bróðir hans og aðrir hafi gengið eitt kveld til aftansöngs, »sem þeir voru vanir«, og næsta dag gengu þeir til ‘) Sbr. Grág. III. reg., 627. bls. J) ísl. s. 3. b., 637. og 817. bls. s) Safn I. b., 435. bls.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.