Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 26
28 áverkunum var þegar lýst, »ok beiddu þeir Hafliði, at síðan akyldi færa dóma út í annat sinn. Ok náðu eigi fleirum dómendum en í þeirra flokki höfðu verit; ok settu þeir þrysvar niðr dómendr sína í dóm- staðnum1), ok mátti aldri dómrinn setjask. Ok þá nefndi Hafliði vátta at því at hann mátti eigi dóminum fram koma fyrir ofríki Þorgils. Ok þá færðu þeir dóminn austr í hraunit hjá Byrgis-búð. Þar gæta gjár þrim-megin, en virkis-garðr einum megin. Ok i þeim dómi verðr Þorgils Oddason görr sekr skógarmaðr; ok þetta eitt mál nýttisk þar þat er í dóm var lagt«. Hér er beinlínis farið eftir ákvæðunum í þskþ. 41. k., sem áður voru tilfærð; — dómendur þeir sem ekki vildu fara út aftur, er dómar voru færðir út i annað sinn, gerðu í því, samkvæmt ákvæði í sama kap., þingsafglöpun, en dóm- urinn heflr orðið »fullur«, því að dómendurnir hafa orðið 6 eða fleiri. Hér kemur ekki til mála að fresta dóminum, og þar eð dómendur dæmdu ekki þegar um málið, varð Hafliði að krefjast þess að Lög- bergi, að þeir yrðu færðir út í annað sinn. Eftirtektarvert er það og í þessu sambandi, að sagt er að engin mál önnur en þetta eina hafi orðið dæmd þetta sumar, af þeim málum er þá voru lögð í (þennan) dóm. Þegar dómurinn fór út í fyrra sinnið gat hann ekk- ert aðhafst fyrir ofríki, en þegar hann var kvaddur útfarar í annað sinn voru dómendur eigi allir í dóminum og hann settur á óvenju- legan stað með tilliti til eins máls. Að vísu mun mega álíta, að dómendur hafi verið skyldir til að dæma um önnur mál og, en kringumstæðanna vegna hafa þeir ekki viijað gera það um leið, og það, að þeir svo alls ekki dæmdu um önnur mál á þessu þingi, bendir á að þeir haíi ekki komið oftar saman til að dæma, ekki farið oftar út til sókna en í þessi tvö skifti, þótt fleiri mál væri borin undir þá, en þeir höfðu um dæmt. Frásögnin í Bandamanna-sögu2), 5.—6. kap., virðist helzt benda á að dómar hafi í það skifti farið út til sókna og verið úti einungis síðari hluta eins dags og eftirfylgjandi nótt eitthvað, og næsta morg- un er sagt til sekta að Lögbergi; þetta gerist um miðja 11. öld3). Jafnskjótt og dómendur höfðu dæmt hvert mái, var sá dómur sagður upp á dómstaðnum sjálfum, líklega áður en dæmt var um næsta mál. »Sa scal dom up segia er mal reifðe þaN sem þeir ro asáttir oc scal sa up segia er vorn reifðe ef þeir vilia döma vmæta sokena. eN sa er sócn reifðe ef þeir vilia afall doma«, 41. kap. ‘) Þeim stað er lögsögumaðnr hafði ákveðið. ’) Henzler: Zwei Isl.-Gesch., s. 38—10. *) Tímatal i Safni, I. 491; Zwei Isl. Gesch. XXX.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.