Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 27
29 þingskþ.1). Dómendur urðu allir, — þeir sem viðstaddir voru —, að greiða atkvæði með dóminum til þess hann væri löglogur, »svara at sa se domr þeirra allra«. »Ef nokoa þegir við oc vill eigi sam- quæþi giallda a þaN dom er þeir verþa a sáttir oc er þat þings afglöpon oc þegir hann sic þa i fiorbavgs earð«. Færi nú samt svo, að dómendur í fjórðungsdómum yrðu ekki á8áttir um dóm, þá skyldu þeir véfengja. Virðist véfang hafa farið fram þótt ekki væri fleiri en einn, sem vildi ekki dæma sama dóm og hinir. Er hér nægilegt að vísa til 42. kap. þingskþ.1) og regist- ursins við Skálhb. (bls. 691) viðvíkjandi véfangi. Véfangsmál voru dæmd síðast, svo sem áður var sagt. samkvæmt 41. kap. þingskþ.2) í þeim málum sem öðrum skyldu reifingarmenn segja upp dom hvors hlutans á dómstaðnum. I fimtardómi réði afl atkvæða: »Nv verða þeir eigi a sáttir þa scal ín meire lutr ráða domanda eN ef þeir verða allir iafn margir þa eigo þeir at döma afall«, — nema það kæmi fyrir i véfangsmálum, þá skyldi hluta, sjá 47. k. þskþ.3). Næsta dag (eftir að dómar fóru út til sóknar), sem venjulega mun hafa verið þriðjutlagurinn í 11. viku sumars, munu margir dómar, þeir sem dæmdir höfðu verið í fjórðungsdómunum um nóttina næstu fyrir eða um morguninn, hafa verið sagðir upp aftur eða þeim lýst að Lögbergi. Raunar munu ekki finnast nein ákvæði um að svo skyldi með fara í þingskþ., en það virðist hafa verið nauð- synlegt, að minsta kosti undir sumum kringumstæðum. Dómarnir voru dæmdir seint um kvöld eða um nótt og sagðir upp samstundis á dómstaðnum, og má ætla að hlutaðeigendum, eða þeim sem báru hærra hlut, hafi oft og einatt ekki þótt það nægileg lýsing. Viðv. véfangsdómum finnum vér og þau ákvæði í 42. kap. þingskþ.4 *) að þeim skyldi báðum lýst að Lögbergi til rofs, en aðgætandi er, að báðir málspartar, sækjandi og verjandi, skyldu lýsa jafnframt sök hvor fyrir sig á hendur þeim dómendum, er dæmt höfðu þeim mót- fallinn dóm, og lýsa þeirri sök til fimtardóms og láta þeim varða (þriggja marka) útlegð. Samkvæmt lögsmþ.6) átti lögsögumaður helming allra fjársekta, er dæmdar voru á alþingi, og »Vtlagr er hvea maðr iii. morcom er fæ lætr doma ef hann segir eigi lögsogo manne til oc sva hverir doms upsogo váttar hafa verit*. Samkvæmt ákvæðunum um féráns- ‘) Kb. I., 75. bls. *) Kb. I., 73. bls. ») Kb. I., 83. bls. *) Kb. I., 77. bls. 6) Kb. I., 203. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.