Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 30
32 og áttu fiest að greiðast í búanda-kirkju-garði á Þingvelli. Allar út- legðir (fésektir), er dæmdar voru á alþingi, átti lögsögumaður hálfar og skyldi dæma eindaga á þeim öllum annað sumar miðvikudag í mitt þing (lögsmþ.1). Margar aðrar sektir og gjöld skyldi gjalda þá, sbr. ómagab., Kb. II., 18. og 16. bls.; festaþ., Kb. II., 37. og 56. bls.; um fjárleigur, Kb. II., 147.—48. bls., Stlib. 248. bls.; vígslóða, Kb. I., 190. bls.; krist.l.þ., Kb. I., 21. bls. — Virðist svo sem að þennan dag hafi ekki neitt það átt að fara fram, er hindraði menn frá að sinna þessum gjöldum og greiðslum, enda eru engin ákvæði i Grágás um aðrar athafnir á alþingi þann dag. Það bendir ótvírætt á að alþingi hafi venjulega staðið yfir í tvær vikur eða framundir það, að dagur þessi var kallaður miðvikudagur í mitt ]nng; sömuleiðis er næsti dagur, fimtudagurinn í 12. viku sum- ars kallur »ín .v. dag(r) vico i mitt þing« í Kb. II., 129. bls. Þessar tvær vikur eru í Sthb., 113. bls., nefndar »þingvikur«: »eigi scal (eið-)f0ra (ómaga) vm langa fösto. ne vm löghelgar tiþir. oc eigi þær vicor vi. tvær fyrir alþingi. oc þingvicor ,ii. oc tvær eptir þing enar næsto«. Um það finnast þó hvergi bein ákvæði nú hversu lengi alþingið skyldi standa yfir og er jafnvel ekki óeðlilegt að það hafi staðið misjafnlega lengi yfir, þingtíminn orðið stundum skemri en 2 vikur. Vér höfum nú tint flest, er fram skyldi fara hina fyrri viku þingsins. Virðast störfin dag hvern hafa verið ærin fyrir þann og þann daginn. Að tveim dögum undanskyldum, »drottinsdegi enum siðara i þinge« og »þinglausnadegi« (þ. e. sunnudeginum og miðviku- deginum, stæði þing réttar tvær vikur, og fimtudagurinn í 11. viku sumars teljist með), verðum vér ekki varir við nein ákvæði í Grá- gás hvað gert skyldi hina síðari þingvikuna. En þar eð útlit virð- ist vera fyrir, að ekki hafi mikið meira orðið framkvæmt á degi hverjum hina fyrri vikuna, en það sem bent hefir verið á hér að framan og lögsögumaður átti á hverju þingi að segja eða lesa upp mikinn hluta allra laganna, er næst að ætla að lögsaga hans hafi orðið fram að fara fimtudag, fostudag og laugardag’ i 12. víku sumars. Samkv. lögsmþ.1) »er lögsögo maðr scylldr til þess at segia up lög þátto alla a. þrimr sumrom hueriom. eN þingscop huert sum- ar«, þingsköpin átti hann, eins og sagt var hér að framan, að segja upp strax á föstudagsmorguninn2), en engin ákvæði eru um hvenær hann skyldi segja hina þáttuna upp. í lögrþ.8) er m. a. svo hljóðandi ‘) Kb. I., 209. bls. J) Kb. I., 210. og 216.-217. bls. •) Kb. I., 216. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.