Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 32
34 lögsögumanns næstu daga á undan hafa að líkindum oft og einatt vaknað hjá mönnum hugmyndir um lagabreytingar, nýmæli og ný lög ýms, sem svo má búast við að þeir hafi borið undir lögréttuna þennan dag. Svo sem tekið var fram áður viðv. fyrra sunnudegi í þingi, hefir eðlilega verið sungin messa á alþingi, í þingmannakirkjunni, einnig þennan síðara sunnudag í þingi eftir kristnitöku, og má ætla að fjöldi þingheyjenda hafi verið þar viðstaddur. Eins og áður var sagt, og hver getur séð með því að líta í almanakið, voru fleiri messudagar en sunnudagarnir í þingtímanum, — þótt ekki sé þeir helgir haldnir nú1). Jónsmessa, Pétursmessa og Páls, Þing-Maríu- messa (Vitjunardagur Maríu) og Seljumannamessa gátu allar orðið á þingtímanum samkvæmt tímatalinu eftir gamla (júlíanska) stíl, er þá tíðkaði8t. Næstu tvo daga, mánudaginn og þriöjudaginn i 12. viku sumars, hina síðari í þingi, vitum vér ekki til að neitt sé ákveðið um i Grágás. Hafi þingið enn staðið yflr þá tvo daga, má ætla að lögsögumaður hafl haft uppsögn, lögrétta ef til vill stundum verið rudd (haft fundi), og fimtardómur (og máske fjórðungsdómar) farið út, ef þess var krafist af einhverjum, til þess að dæma um sakir er gerst höfðu þá dagana. Hafl þinglausnir verið næsta miðvikudag má ætla að margir hafi búist til brottferðar daginn áður. Þiuglausnadaginn sjálfan, sem eins og áður er sagt hefir verið miðvikudagurinn í 12. viku sumars (og síðasti dagur þeirrar sumarviku), er ákveðið að lögréttan skuli út fara, eins og í framan- greindu ákvæði i lögrþ. var tekið fram; með tilliti til eftirfylgjandi ákvæðis um hvað lögsögumaður skyldi gera þennan sama dag, má ætla að starfsemi lögréttunnar þennan dag hafi verið lík og tekið var fram hér á undan viðv. störfum hennar sunnudaginn síðara í þingi. En viðvíkjandi gjörðum lögsögumanns þennan dag er þetta ákvæði í lögsmþ.2): »Lögsogo maðr a up at segia sycno leyfi oll at lögbergi sva at meire lutr manna se þar ef þvi vm nair oc misseris tal. oc sva þat ef menn scolo eoma fýR til alþingis eN x. vicor ero af sumre. oc tina imbro daga halld. oc fösto iganga. oc scal hann þetta allt mæla at þinglavsnom* *. Af ýmsum ákvæðum er fyr voru tilgreind viðvíkjandi endur-útfærslu dóma til að dæma um mál, er risið höfðu á þinginu3), má ráða að þessi uppsaga lög- •) Sbr. Krist. 1. þ., 13,—14. kap., Kb. I., 30.-32. bls. *) Kb. I., 209, bls. ') Sjá Kb. I., 83 og 177, og Sthb. 353.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.