Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 33
35 sögumanns hefir verið hið síðasta er fram fór af löglegum þing- störfum. Einnig var hér að framan bent á ákvæðið í 62. k. þskþ.1) að kveðja skyldi goða féránsdóms að þinglausnum, en þær athafnir allar sem og ýmsar lýsingar er fram áttu eða máttu fara að þing- lausnum, til landabrigðar eða lýsingar saka til sóknar næsta sumar o. s. frv.2 3), hafa eðlilega orðið fram að fara áður en lögsögumaður hóf uppsögu sína hina síðustu. Hvenær dagsins hann hefir gjört það venjulega verður nú ekki séð, en ekki virðist það hafa verið síðdegis mjög8). Viðvíkjandi vorþingum er svohljóðandi ákvæði í 59. kap. þingsk.4): »Þing scal lavst segia at miðiom degi þaN dag er menn hafa iiii. næti- verit en eigi fyR nema þingonavtar verþi allir a eítt sáttir enda se settar sacir þær allar eða domþar er þar voro búnar til þess þings«. Ekki er víst að þetta ákvæði sé gert i samræmi við þingsköp alþingis, en vel má það vera að svo hafi verið. Sá goði, sem vorþingið hefir helgað, hefir að líkindum einnig sagt það laust; eftir því hefði þá allsherjargoðinn, sem helgaði al- þingi, eins og tekið var fram í upphafi þessa máls, átt að segja laust alþingi að þinglausnum. Hvort svo hafi verið er nú óvíst, og hvergi er það gefið í skyn. Hvergi eru heldur ákvæði um að segja skyldi alþingi laust með sérstakri athöfn né þau orð tilgreind, er höfð skyldi við það tækifæri og má þó ætla að hvorttveggja hafi verið ákveðið. Vera má og að lögsögumaður hafi laust sagt alþingi, sagt því slitið, um leið og hann sagði upp misseristal, eða i enda þeirrar síðustu uppsögu sinnar5 * *). ■) Kf). I., 112. bls. J) Sjá lýsa, 4., í registrinu aftan við Skbb., bls. 644; sbr. og Kb. I., 124, og Sthb. 248 (nm hrossgæzlumenn á Þingvelli). 3) Sbr. síðast tilv. staði. 4) Kb. I., 107. bls. 6) Orðið vápnatak er viða haft í sömu merkingu og „þinglausn(ir)“ i Grágás, en hér skal ekki farið út í það, hvernig það er til komið eða hversu það orð beri að skilja í rauninni: viljum vér einungis benda á það sem Yilhj. Finsen segir þar um í registrinu aftan \ ið Skhb., 687. bls., og þau rit er þar eru tilgreind.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.