Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 34
Biskupskápan gamla. Eftir Matthías Þárðarson. Einn af merkustu gripum Þjóðmenjasafns vors er óefað hin gamla biskupskápa, er keypt var til safnsins af dómkirkjunni hér í Reykjavik árið 1897. Er gripur þessi svo merkur fyrir gerð sína, aldur sinn og uppruna, sögu sína og notkun. Áður en skýrt verður frekar frá þessari kápu sjálfri skal greint nokkuð frá slíkum káp- um öðrum. 1. Urn kantarákápur yfirleitt. Messuklæði presta voru í katólskum sið hér á landi og eru enn í katólskum löndum þessi: 1. Höfuðlín (humerale). 2. (Messu-)serkur (alba). 3. (Messufata-)lindi (zona, cingulum). 4. Stóla (orarium, stola). 5. Handlín (fanon, manipulus). 6. Hökull (planeta, casula). Ennfremur hafa prestar, að minsta kosti á seinni öldum, einnig borið húfu (birrettum). Messuklæði messudjákna voru hin sömu og presta, nema að því leyti, að þeir höfðu dalmatikur (dalmatica) í stað hökla; súbdjáknar báru súbtila (subtile, tunicella) í stað hökla og höfðu ekki stólur. — Biskupar og erkibiskupar báru öll þessi klæði (nema hattinn) og að auk sokka (tibiália) og skó (sandalia), glófa (chirothecae, manicae) og mítur (mitra, infula), og ennfremur pallium; auk þess heyrðu til biskupsskrúðanum: Hringur (annulus), kross á brjósti (crux pectoralis), og bagall (baculus pastoralis)1). Auk alls ‘) Til messuskrúðans (ornatus integer) má ennfremur telja kaleiksklæðin (tegumenta calicis): Korpóralshús (bursa corporalium), korpóral (corporale), patinudúk (palla calicis), vígsludúk (velum calicis) og saurdúk (tinteolum, puri- ficatorium).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.