Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 40
42 kápurnar fjórum færri: »ij fátt j fimtighi«. Skráin frá 1500 (D. I. VII. 464) er mjög stutt og er á latínu; hún greinir »xl. viij cappe« líka, þótt hún sé (að áliti útgefandans) rúmri öld síðar gerð. Þegar Jón Arason tók við 1525 (D. I. IX. 294) getur skráin í Sigurðar- registri alls og alls um 40 kapur og 1. Þegar hann var liflátinn, 1550, gerði Sigurður sonur hans skrá um eignir Hóladómkirkju á jólunum, og eru í henni taldar þessar kápur: »1 klerka kistu .viiij. kapur heilar. og iiij upp gefnar«. Er það einkennilegt hversu mjög hefir fækkað kápunum á þessum 25 árum — Síra Sigurður endar upptalninguna á gripum kirkjunnar — auk þeirra er faðir hans hafði lagt til og hann telur upp á eftir — með þessum orðum: »Item uar tekit j kirkiunne aa sauda felle .ij. gamler. pasturalar goder. gaumul eign kirkiunnar. messo klæde og kaleikur og margt annat þat bisk- upenum og kirkjunne til heýrde«. — Þar á meðal liklega kápur. — Meðal þeirra gripa, sem hann svo telur upp og segir að biskup Jón faðir sinn hafi tillagt Hóladómkirkju, er talin: Cantara kápa med flugilc. I sumum máldögum er þess látið getið úr hverju sumar kantara- kápur séu og hvernig þær séu á litinn. Þannig er mjög víða getið um ^jeZZs-kápur, eða kantarakápur með pell (þ. e. úr pelli). Orðið er komið inn í íslenzku úr forn-hollenzku (pellen); á miðaldalatínu pallium. Pell var ágætur vefnaður, hafður til skrauts og skartklæða; stundum var það gullskotið. Margar kantarakápur eru sagðar vera með ialdekin, sem var einnig eins konar dýrindis skrautvefnaður. Orðið er skrifað með ýmsu móti í máldögunum og oft »baldurskin(n), sem mun vera einskonar alþýðuskýring á nafninu; það er komið inn í málið úr þýzku, baldachin, eða hollenzku, baldekijn, en uppruna- lega myndað í ítölsku, baldacchino, af Baldacco, ítalska nafninu á borginni Bagdað, þar sem þessi vefnaður var mest unninn eða keypt- ur fyr á öldum. — Ennfremur er getið um kantarakápur með guð- vef, sömuleiðis dýrindis vefnaður; vefjarkkpar eru og nefndar (sbr. vefjarskikkja, -möttull, -upphlutur í Njálssögu og Laxdælasögu) og er »vefur« í því orði máske sama og guðvefur. Einnig er talað um skínandi kantarakápur, hafa þær verið úr vefnaði þeim er nefndist skínandi klœði. Oft er getið um kantarakápur með sálún (af sálúni), einskonar dýrmætt klæði; svo voru og nefnd áklæði og ábreiður, og enn er viss tegund vefnaðar nefnd salún á íslenzku, sbr. salúnsábreið- ur, sem eru algengar; óvíst er þó hvernig hið forna sálún heflr verið; orðið virðist skylt ítalska orðinu salone, á frönsku salon, ensku saloon. Ennfremur eru nefndar kantarakápur með sœi og sæikápur, en aæi var einskonar ullarvefnaður, á fr. saie, ít. saia, lat. sagun, sagium

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.