Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 40
42 kápurnar fjórum færri: »ij fátt j fimtighi«. Skráin frá 1500 (D. I. VII. 464) er mjög stutt og er á latínu; hún greinir »xl. viij cappe« líka, þótt hún sé (að áliti útgefandans) rúmri öld síðar gerð. Þegar Jón Arason tók við 1525 (D. I. IX. 294) getur skráin í Sigurðar- registri alls og alls um 40 kapur og 1. Þegar hann var liflátinn, 1550, gerði Sigurður sonur hans skrá um eignir Hóladómkirkju á jólunum, og eru í henni taldar þessar kápur: »1 klerka kistu .viiij. kapur heilar. og iiij upp gefnar«. Er það einkennilegt hversu mjög hefir fækkað kápunum á þessum 25 árum — Síra Sigurður endar upptalninguna á gripum kirkjunnar — auk þeirra er faðir hans hafði lagt til og hann telur upp á eftir — með þessum orðum: »Item uar tekit j kirkiunne aa sauda felle .ij. gamler. pasturalar goder. gaumul eign kirkiunnar. messo klæde og kaleikur og margt annat þat bisk- upenum og kirkjunne til heýrde«. — Þar á meðal liklega kápur. — Meðal þeirra gripa, sem hann svo telur upp og segir að biskup Jón faðir sinn hafi tillagt Hóladómkirkju, er talin: Cantara kápa med flugilc. I sumum máldögum er þess látið getið úr hverju sumar kantara- kápur séu og hvernig þær séu á litinn. Þannig er mjög víða getið um ^jeZZs-kápur, eða kantarakápur með pell (þ. e. úr pelli). Orðið er komið inn í íslenzku úr forn-hollenzku (pellen); á miðaldalatínu pallium. Pell var ágætur vefnaður, hafður til skrauts og skartklæða; stundum var það gullskotið. Margar kantarakápur eru sagðar vera með ialdekin, sem var einnig eins konar dýrindis skrautvefnaður. Orðið er skrifað með ýmsu móti í máldögunum og oft »baldurskin(n), sem mun vera einskonar alþýðuskýring á nafninu; það er komið inn í málið úr þýzku, baldachin, eða hollenzku, baldekijn, en uppruna- lega myndað í ítölsku, baldacchino, af Baldacco, ítalska nafninu á borginni Bagdað, þar sem þessi vefnaður var mest unninn eða keypt- ur fyr á öldum. — Ennfremur er getið um kantarakápur með guð- vef, sömuleiðis dýrindis vefnaður; vefjarkkpar eru og nefndar (sbr. vefjarskikkja, -möttull, -upphlutur í Njálssögu og Laxdælasögu) og er »vefur« í því orði máske sama og guðvefur. Einnig er talað um skínandi kantarakápur, hafa þær verið úr vefnaði þeim er nefndist skínandi klœði. Oft er getið um kantarakápur með sálún (af sálúni), einskonar dýrmætt klæði; svo voru og nefnd áklæði og ábreiður, og enn er viss tegund vefnaðar nefnd salún á íslenzku, sbr. salúnsábreið- ur, sem eru algengar; óvíst er þó hvernig hið forna sálún heflr verið; orðið virðist skylt ítalska orðinu salone, á frönsku salon, ensku saloon. Ennfremur eru nefndar kantarakápur með sœi og sæikápur, en aæi var einskonar ullarvefnaður, á fr. saie, ít. saia, lat. sagun, sagium
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.