Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 49
51 hann hafi horfið eins og fleira af því tagi sumarið 1551, þegar höfuðs- mennirnir dönsku heimsóttu staðinn. Allur saumur og verk á bakskildinum og borðunum á kápu þessari hefir verið svo frábærlega góður, að bersýnilegt er að hún er frá þeim tímum er þess konar listsaumur stóð á hæsta stigi, nefnilega frá miðri 15. öld og fram á miðja 16. öld. Þessi list var einkum á 14., 15. og 16. öld stunduð mjög í borginni Arras (og enda fleiri borgum) í Flandern (Flæmingjalandi), og dúkar og annað með þess konar saum var því nefnt »oeuvres (ouvraeges og orfroies) d’ Arras« á frakknesku og skrautlegur útsaumur á messuskrúða er enn nefdur á ítölsku »arazzo«. Slíkar kápur eins og þessi og sams konar messuskrúða-saumur er víða til erlendis, og er álitinn vera mestmegnis frá því um 1500. Margt af því vita menn með vissu að er frá Arras, og ef spurt er um hvar helzt mætti ætla að hin gamla biskupskápa hafi gerð verið, þá liggur næst að benda á þessa borg, sem kalla má að hafi verið höfuð-aðsetursstaður þessarar listar um þessar mundir. 4. Saga biskupskápunnar gömlu. Kápan er nú nr. 4401 í Þjóðmenjasafni voru; var hún seld safn- inu 2. okt. 1897 af þáverandi biskupi landsins, herra Hallgrími Sveinssyni, og hljóðar kvittun hans fyrir móttöku andvirðisins á þessa leið: »Forstöðumaður Forngripasafnsins hr. Jón Jakobsson hefir greitt mér dómkirkjunnar vegna 600 kr. — sex hundruð krónur — fyrir hina fornu biskupskápu, sem eftir sögn er frá tíð Jóns biskups Arasonar«. Þessi sögn mun ávalt hafa haldist við þessa kápu eftir að hún kom til dómkirkjunnar hér, og eins og dr. Jón Þorkelsson segir (um 1893) í athgr. 2 á 607. bls. í 3. b. af ísl. Fornbrs. sagði sagan að páfinn hefði sent Jóni biskupi Arasyni kápuna að gjöf1); vÍ8t var það, að hún var til dómkirkjunnar hér komin frá dómkirkjunni gömlu á Hólum, og eru þau munnmæli um þann flutning kápunnar, að kaupamaður einn, er suður reið, hafi verið fenginn til að reiða hana suður fyrir aftan sig. — Sagan um að kápan væri frá tíð Jóns biskups Arasonar mun um það leyti er kápan var keypt til safnsins hafa verið orðin eigi all-lítið styrkt við það, að þá hafði dr. Jón Þorkelsson birt (í D. I. III. 606 o. s. frv.) lýsing Árna Magnússonar prófessors á Hólakirkju, gerða um 1720—25; segir Árni svo meðal annars: »Hola .Domkirkiu fylger ein prydeleg korkapa, af raudu flöjele, kostulega bordyrud nidur ad barminum (o: á uppslögunum ‘) Fyrir þvi er þó enginn fótnr; það er einungis síðari tíma tilbúningur. 7*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.