Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 58
Glúmshaugur. Jörðin undir Hrauni (Hraun, Undirhraun) í Meðallandi er gömul Kirkjubæjarklaustursjörð. í úttekt umboðsins 5. Júní 1847, og eins í úttektinni 7. Maí 1857, þegar Jón umboðsmaður Jónsson tekur við, eptir Björn Kristjánsson andaðan (d. 1856), eru til greind þessi landa- merki jarðarinnar: »Landamerki i utnordur frá nefndri jörd Fagurholl sem stendur upp i Eldhrauns bruninni. ur honum og i Teitshellu. [ur Teitshellu1) og i Skogarholm. ur honum og Beint sudur i Melhól. ur Fagurhol aptur austur2) j Barnkiellingu sem er landnordurs hornmark. ur henni beint sudur i þufu á Efriejar Egg sem er landsudurs horn- mark. ur henni i Glumshaug vestur. ur honum þvert vestur j Mel- hol, sem er utsudurs landamerki*. Eg hafði tekið eptir þessu örnefni (Glúmshaugi) fyrir nokkrum árum, þegar eg var að leita að ýmsum landamerkjum jarða handa Halldóii umboðsmanni í Vík, án þess að gefa því þó frekari gaum þá. Þó gleymdi eg því ekki til fulls, og mundi eptir því i sumar, eð var, að spyrja Brynjólf dannebrogsmann Jónsson frá Minnanúpi, þegar fundum okkar bar saman, að því, hvort hann hefði rannsakað Glúmshaug á ferðum sínurn um Skaptafellssýslu. Kvað hann nei við, og sagði sér ókunnugt um, að nokkur Glúmshaugur væri þar til, því að einginn hefði bent sér á hann. Síðan leið mér Glúms- haugur úr minni. En nú fyrir skemstu kom mér hann aptur í hug, og einsetti eg mér þá að láta hann ekki líða mér aptur úr minni, án þess að at- huga betur, hvernig á örnefni þessu stæði. Komst eg þá að raun um það, — sem eg reyndar alt frá æsku hefi opt rekið mig á áður, — hve gagnkunnugur höfundur Njálu hefir verið í Vestur-Skaptafells- þingi. Meðal annars hefir það sannazt fyrir hér um bil 18 árum með fundi dysjanna í Granagiljum fyrir innan Búland í Skaptártungu (Árbók 1895, bls. 36—42), þar sem Grani Gunnarsson, Moðólfur >) [felt úr 1857. ') 1857; Aitur(l) 1847.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.