Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 60
62 storkunar. Það var Glúmur, sem vakti Flosa af drauminum í Svína- felli, sem vottar það, að hann muni hafa verið honum heldur hand- geinginn. Glúmur var og einn af þeim, sem kallaðir voru í draumin- um. Loks var Glúmur einn af þeim fjórum brennumönnum, sem dæmdir voru útlægir af landinu, og skyldu aldrei eiga útkvæmt. Um Glúm heflr þótt mikils vert, og hann þótt mikilmenni, og haugur því verið orpinn eptir hann, þar sem hann féll, en hann ekki verið færður til kirkju (í Kirkjubæ), — þó að kristin trú væri þá komin á að nafninu, — því að hann var útlægur og féll óhelgur. Það getur, af því, sem nú hefir verið sagt, varla verið mikill vafl á því, að Glúmshaugur sá, sem landamerkjaskrá Hrauns í Meðal- iandi getur um, sé haugur Glúms Hildissonar, sem féll við Kringlu- mýri 1013. Haug þenna þyrfti að rannsaka, og vandfundinn getur hann varla verið af kunnugum, úr því hann er enn örnefni í landaœerkj- um 1857, sem varla hafa breyzt síðan. Geta má þó þess, að um miðbik 19. aldar tók jörðina Hraun að blása mjög upp að ofan, svo að tún eyddust þar fyrir sandi, og varð að flytja bæinn milli 1860—70 þangað, sem nú stendur hann, en það er á melhól þann í útsuðurs hornmarki jarðarinnar, er landamerkjaskráin greinir, og er nú jörðin siðan kölluð Melhóll. Samt er óvíst, að sandfokið hafi enn grandað Glúmshaug, því að hann er i suðurmörkum jarðarinnai'. *7 n 1911. Jón Þorkelsson. t

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.