Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 66
Tvær athugasemdir.
Eftir Jón prófast Jónsson.
I.
1 Árbók Fornleifafélagsips 1910, 28. bls., hefir Brynjólfur Jóns-
son haldið því fram, að sveit sú í Vestur Skaftafellssýslu, sem er nú
kölluð Fljótshverfi, hafi fyrrum heitið Skógahverfi. En þetta er vist
misgáningur hjá vorum góða, gamla fræðimanni. Þar sem Skóga-
hverfi er nefnt í Njálu (101., 126., 149., 150. k.), má ef til vill skilja
það um Fljótshverfi, en þó virðist mér það engu síður geta á þess-
um stöðum átt við sveit þá, sem er nú kölluð Slða, og Landnáma
virðist mér taka hér af skarið, því að bæði er þar nefnt Fljótshverfi
(Ldn. IV. 10: »Bárðr . . . nam Fljótshverfi alt«), og svo segir um
ferð Una danska (Lun. IV. 4), að hann kom til Leiðólfs kappa í
Skógahverfi, en landnám Leiðólfs hefir verið syðst eða vestast á
Síðunni (»fyrir austan Skaftá«, Ldn. IV. 11). Eftir þessu sýnist sú
sveit, sem kölluð er nú Fljótshverfi, hafa verið nefnd svo frá upp-
hafi (sbr. Ljósv. 5. k.), en Skógahverfi legið sunnar og vestar, og
tekið að minsta kosti yfir alla bygðina frá Fossi (sbr. Reykd. 20. k.)
suður að Skaftártungu, en er stundir liðu fram og skógar eyddust,
hafa menn heimfært upp á þessa bygð $éðw-nafnið, sem hefir upp-
haflega náð yfir alt Skaftafellsþing eða meira (alla sjávarsíðuna frá
Eyjafjöllum austur að Berufirði? sbr. Sturl. I. 208: »austr um Eyja-
fjöll, ok svá austr á Síðu ok í Ver austr«.
II.
í sambandi við þetta minnist eg annars atriðis, sem eg get eigi
verið Br. J. samdóma um, og stóð í Árb. Fornl. fyrir nokkrum ár-
um (Árb. 1900, 14.—15. bls.). Það er um liðveizlu Steinþórs af Eyri
við Hávarð Isfirðing og banamenn Ljóts spaka. Hér er Ldn. miklu
betur trúandi en Hávarðssögu, sem er auðsjáanlega ýkt og mjög
seint færð í letur, eflaust fjarri sögustöðvunum (sbr. F. J.: Litt. hist.