Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 67
69 II. 752—54). »Steinþórí af Eyri« hlýtur þar að vera blandað saman við Steingrím Eyjólfsson (í Otrardal við Arnarfjörð), sem Ldn. (II. 28) segir að veitt hafl Hávarði (og sonum Gríms kögurs), enda líklegt, að Atli (Högnason hins heppna, Bisk I. 639) af Eyri við Arnarfjörð = Rafnseyri (ef til vill mágur Steingríms) hafi líka verið við þessi mál riðinn, og sögumaður hafl þar farið bæjavilt. Sagan lætur Dýrfirðinga veita Atla aðför, og á það einmitt við ferð úr Dýrafirði til Arnarfjarðar, en ólíklegt að slík ferð hafi verið farin úr Dýra- firði suður á Snæfellsnes. Sagan virðist hafa geymt nöfn allmargra þeirra manna (og bæja), sem komið hafa við þessi tíðindi, en haft hausavíxl á sumum og ruglað saman ýmsum mönnum og atvikum, en ýkt og margfaldað sumt (Bjargey Valbrandsdóttir er látin eiga bróður, sem Valbrandr heitir, og tvo aðra bræður með líkum nöfn- um. Þorerimr (gagarr) Ljótsson hins spaka og Þórarinn fósturson Ljóts virðast vera orðnir að Þorgrími Dýrasyni og Þórarni goða (»bróður Ljóts«). Slíkar breytingar og ummyndanir eru ekki óeðli- legar í sögu, sem hefir gengið í munnmælum um þrjár aldir eða lengur, og mótast af meðhaldi með einum af málsaðilum, en frásögn Ldn. verður að teljast upphaflegri og áieiðanlegri í alla staði, enda engar líkur til, að höfundur Ldn. hafi þekt Hávarðssögu. (Sbr. Árb. Fornl.fél. 1883, 60.-61. bls.).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.