Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 71
73 5933. 14/e 5934. 16/6 5935. al/6 5936. — 5937. 25/6 raörg fyrir kvenmenn; á hverju spili er ferskeytt vísa, bónorð eða ávarp á karlmannaspilunum, en svörin á hinum. Gísli silfursmiður Gíslason, Reykjavík: Nautajárn, til að binda undir framfætur á nautgripum, er farið skal með þá á ís. Þau eru þannig gerð, að tvær beygjur eru festar á iitla skaflaskeifu, liggur hin fremri yfir klaufirnar framan til og er festur í hana hringur að ofanverðu, en hin aftari er fest yfir skeifuhælana og beygist upp með klaufunum, og eru lykkjur á endum. Frá Núpsstað í Fljótshverfi. Tóbaksbaukur útskorinn með blómum, hvítur að neðan, svartur að ofan. Austan úr ölfusi. Rósavetlingar, belgvetlingar, að mestu hvítir, en í laska, totu og þumal eru prjónaðir bekkir og blóm með svört- um, grænum, rauðum og fjólubláum lit, ennfremur eru saumuð með fléttusaum blóm með ýmsum lit á handabökin. Jón Borgfirðingur, Reykjavík: Ljósmynd af Kataness- dýrinu1) (1874) gerð eftir teikningu eftir Benedikt Grön- dal af Sigfúsi Eymundssyni. Steinasörvi fornt eða leifar af því, þ. e.: a. bronzikúla með flötum hliðum þó og gati í gegnum, þverm. 2,3 sm., þ. 1,5 sm.; má ætla að kúla þessi hafi verið á miðju sörvinu og jafnan verið fögur, — máske gylt, þótt eigi sjáist þess nú merki. Ryð nokkuð og leifar af klæði hefir fest sig utan á henni annars vegar og áföst við aðra hliðina hefir orðið b., tala úr grænu efni (eins konar steini eða gleri?), sem orðið hefir ljósleit að utan, breyzt í jörðunni, og yzt hefir aftur myndast á hana brún skorpa. Tala þessi hefir verið kringlótt, þverm. 1,2 sm., hliðar flatar, þ. 0,8 sm, og gat í gegn. Leifar af þræðinum, sem allar tölurnar hafa verið á, eru eftir í kúlunni (a.) og tölunni. — Búast má við að hins vegar við kúluna hafi verið c., græn tala, svipuð b., en ekki er nú nein ljósleit né brún skorpa utan á henni. Næstar grænu tölunni annari hvorri má ætla að verið hafi d. og e., tvær tölur úr bláu gleri, áþekkar hvor annari, ekki vel kringlóttar, þverm. 1 sm., ‘) Sbr. Jón Þorkelseon, Þjóðsögur og munnmæli, bls. 434—39 m. mynd. 10

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.