Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 72
74 flatar, þ. 0,4 sm., með víðu gati, og næstar grænu töl- unni hins vegar má ætla að verið hafi /“., tala úr bláu gleri tvöföld, eða sem tvær tölur samfastar, sívöl, þverm. 0,8 sm., lengd (þykt) 1,3 sm. Næstar bláu tölunni má ætla að verið hafi g. og h., tvær grænar tölur, svip- aðar b. Líklega hafa hér verið tvær grænar tölur hvoru megin, því að leifar eru eftir af 5. grænu töl- unni, i, og vantar þá eina enn. Yzt hefir verið á sörv- inu annars vegar /., raftala flöt, þ. 0,6 sm., og allvel kringlótt, þverm. 1,7 sm., gatið 0,5 sm.; hins vegar á sörvinu hefir verið Jc., ferstrent stykki úr rafi, 1. 2,8 sm., þ. 0,8 sm., br. við annan endann 1,2 sm., en 0,8 sm. við hinn og gat í gegn um hann. Brúnir allar eru ávalar, fletirnir eru allir 6 sléttir. Ef til vill hafa raf- stykkin verið á sörvisþráðarendanum og verið aftan á hálsinum. Líklega hafa ekki verið fleiri tölur á þessu sörvi, en þær er nú var um getið. Eftir þeim sörvum og sörvistölum, sem fundist hafa áður hér á landi, hefir þetta sörvi verið að mörgu leyti einkennilegt. Bronzi- kúlur eða -tölur hafa ekki áður fundist á sörvum hér svo kunnugt sé, en raftölur, glertölur bláar og grænar tölur svipaðar þessum, er hér fundust, hafa áður fund- ist, þó einkum á sörvinu frá Brú á Jökuldal (nr. 4868 —71)1), 23 bláar: 13 einfaldar, 9 tvöfaldar og 1 fjór- föld, sörvinu frá Brú í Biskupstungum (nr. 1197)2) og Kornsár-sörvinu (nr. 1782)8). í Sandmúlafundi I.4) var ein blá glertala sams konar og þær er hér fundust, og í dysjunum í Granagili hefir fundist 1 sams konar (nr. 4065)6). Aftur á móti er engin tala í þessu sörvi af þeirri tegund talna frá fornöld, sem mest hefir fundist af hér á landi; þær tölur eru úr svörtu gleri með hvít- um eða grænum böndum yfir og smáhnúðum með ýms- um lit6). Steinasörvi þetta fanst í I. dysinni hjá Brim- nesi, sbr. Árb. 1910, bls. 82—37). Dys þessi virðist hafa verið kvenmannsdys. 5938. *6/6 Trébútar ryðfullir og járnbútar. Fundnir í sömu dys. 5939. — Brýni með gati gegnum annan endann, þann breiðari, •) Sbr. Árb. 1903, bls. 18, og myndabl. I. ») Árb. 1880-81, bls. 53-56. ») L. c,, bls. 60 og 64. *) Árb. 1909, bls. 25. 6) Árb. 1895, bls. 36-42 (athgr. á bls. 39). 6) Sbr. Sv. fornsaker nr. 575. ') Sbr. Aarb. 1910, bls. 62 o. s. frv. — Málið þar á tölunum er ekki rétt.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.