Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 80
82 6027. 9 6028. 6029. 6030. Höfuðsmátt með klauf á brjósti, bundin saman með böndum. Hökullinn er orðinn mjög snoðinn. Hann var gerður á 16. öldinni úr dalmatiku, sem Jón biskup Arason hafði lagt til Hóladómkirkju1). — Frá sama stað. f7 Hökull úr rauðum ullarvefnaði með svörtum blómum þryktum í, fóðraður með hvítum striga; orðinn mjög skemdur af meláti. Krossinn á hökli þessum voru stólu- bútar þeir tveir, sem eru næsta nr. — Frá sama stað. Bútar tveir af fornri stólu, einkar vel saumaðir með gullvír og silkiþræði, mest grænum, í rautt silki; eru það greinar og blöð með rómönsku lagi. Stólubútarnir eru 7 sm. að breidd, en að lengd 104-j-76 sm.; eru það báðir endar stólunnar, en miðhluta hennar vantar og verður ekki séð með vissu af þessum bútum hversu löng hún hefir verið öll. Á neðri enda lengra bútsins er sem spaði, er breikkar niður eftir, br. 14,5 sm. neðst. Á honum er mynd Páls postula, gullsaumuð, og stendur með munkaletri SANCTVS annars vegar og PAVLVS hins vegar við myndina. — Á hinum enda stólunnar hefir verið mynd Péturs postula, eftir því sem Árni Magnússon segir í lýsingu sinni2). Sú mynd hefir verið sett á aðra öxlina á hinni fornu kantarakápu (biskups- kápunni). — Langálman í krossinum á Flugumýrarhökl- inum (nr. 2808) er handlín tilheyrandi stólu þessari, — þó ekki heilt; annar endinn af því er heill og á honum mynd Jóns helga; á hinum hefir verið mynd Þorláks helga, sem sett hefir verið á hina öxl biskupskápunnar. — Nú er öllum þessum bútum haldið saman. — Frá sama stað. Altarisklæði úr gyllileðri, stærð 219X110 sm.; eru i því þrjú stykki heil, öll eins, og 5 partar af öðrum 3, sem verið hafa einnig með sömu gerð; grunnur grænn, upp hleyptar greinar, blöð og ávextir, englar og fiðrildi, — alt í »barok«-stíl. Sbr. nr. 2646. Efst er brún úr 4 stykkjum eins, en með nokkuð annarlegri gerð. — Frá sama stað. Altarisdúkur úr ljósbláu silkidamaski með kögri úr grænu silki að framan og öðru úr rauðu silki efst, fóðraður ‘) Sbr. Árb. 1911, 55. bls. *) D. I. III., 607. bli.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.